Viðskipti innlent

Bein út­sending: Iðn­þing 2023

Atli Ísleifsson skrifar
Tækifæri til vaxtar í öflugum iðnaði er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins að þessu sinni. 
Tækifæri til vaxtar í öflugum iðnaði er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins að þessu sinni.  Vísir/Vilhelm

Stóru vaxtartækifærin á Íslandi verða til umræðu á Iðnþingi 2023 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag.

„Tækifæri til vaxtar í öflugum iðnaði“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins að þessu sinni en hægt verður að fylgjast með í spilara að neðan. 

Í tilkynningu kemur fram að á þinginu veðri fjallað um stóru vaxtartækifærin á Íslandi og áskoranir sem þurfi að mæta í mannauði, orkuöflun og innviðauppbyggingu. 

„Iðnaður er stærsta atvinnugreinin á Íslandi. Fjölbreyttur og öflugur iðnaður er undirstaða góðra lífskjara og þar liggja helstu tækifærin til vaxtar hagkerfisins. Fjölbreytt iðnfyrirtæki um land allt skapa tugþúsundir starfa og miklar útflutningstekjur.“

Þátttakendur í dagskrá

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Róbert Wessman, forstjóri og stjórnarformaður Alvotech
  • Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka
  • Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa
  • Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant
  • Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Atmonia
  • Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður Qair
  • Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri Nordic
  • Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður ÍAV
  • Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI





Fleiri fréttir

Sjá meira


×