Byggingariðnaður

Fréttamynd

Ef það er vilji, þá er vegur

Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­vík ekki ljót borg

Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur.

Innlent
Fréttamynd

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði

Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld.

Skoðun
Fréttamynd

Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna

Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu á Íslandi er áætluð 680 milljarðar króna og „gengur ekkert“ að vinna hana niður. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri úttekt sem gerð var fyrir fjórum árum. Mest er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða á bilinu 265 til 290 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að nýr meiri­hluti borgarinnar skipti um kúrs

Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér.

Skoðun
Fréttamynd

Vænta þess að eig­endur hússins leysi málið

Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir stöðvaðar að hluta

Framkvæmdir við Álfabakka 2A, þar sem unnið er að byggingu „græna gímaldsins“ svokallaða, hafa verið stöðvaðar að hluta af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Nánar tiltekið hafa framkvæmdir við fyrirhugaða kjötvinnslu á jarðhæð hússins verið stöðvaðar vegna skorts á mati á umhverfisáhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis- og tækni­svið uppsveita á Laugar­vatni

Sex sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu, sem reka sameiginlegt umhverfis- og tæknisvið uppsveita hafa komið sér vel fyrir í nýju húsnæði á Laugarvatni þar sem er meira en nóg að gera við að gefa út allskonar leyfi fyrir sveitarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Út­sýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu

Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Innlent
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Ein af hverjum fimm í­búðum tóm í nokkrum sveitar­fé­lögum

Alls eru yfir tíu þúsund íbúðir á landinu án fastrar búsetu sem jafngildir 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða samkvæmt varfærnu mati HMS. Hagfræðingur stofnunarinnar segir flestar leigðar út til ferðamanna en það kunni að breytast með hertum reglum. Allt að tuttugu prósent íbúða eru tómar í nokkrum sveitarfélögum á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Einka­fram­takinu sé ekki alltaf treystandi fyrir miklu svig­rúmi í skipu­lagi

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir augljóst að einkaframtakinu hafi ekki verið treystandi fyrir rúmum skipulagsheimildum í Breiðholti. Þess vegna séu reglur og kvaðir á skipulag mikilvægar. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir reglur of strangar en tekur þó fram að mikilvægt sé að borgin hafi afskipti þegar það varði heildarhagsmuni.

Innlent
Fréttamynd

Byggt og byggt á Suður­landi og það þarf að byggja enn meira

Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kallað eftir fyrirsjáanleika í opin­berum fram­kvæmdum

Staða innviða á Íslandi kallar á tafarlausar aðgerðir. Forgangsraða þarf fjárfestingum í innviðum og tryggja fyrirsjáanleika í framkvæmdum til að mæta þörfum atvinnulífsins og samfélagsins. Samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga um ástand og framtíðarhorfur innviða hefur ófullnægjandi fjárfesting leitt til umfangsmikillar viðhaldsskuldar, sem metin er á 420 milljarða króna. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að bæta stöðu innviða svo að unnt verði að styðja við fjölbreytta verðmætasköpun og auka samkeppnishæfni landsins.​​

Skoðun
Fréttamynd

Bílar og byggingar­iðnaður losar mest í Reykja­vík

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Þola gluggarnir þínir ís­lenskt veður­far?

Gluggarnir frá BYKO hafa verið leiðandi á markaði í 33 ár og hefur BYKO komið að mörgum stórum og flóknum verkefnum um allt land. Gluggarnir eru framleiddir til að þola íslenskt veðurfar auk þess að vera á mjög hagstæðu verði. Fyrir vikið standast þeir helstu kröfur HMS og byggingarreglugerðir ásamt kröfum viðskiptavinar um góða þjónustu og trausta vöru. Framleiðsla þeirra hófst hér á landi en hefur frá árinu 2002 að mestu leyti farið fram í gluggaverksmiðju BYKO í Lettlandi.

Samstarf