Ekki humma fram af þér heilsuna Valgerður Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2023 07:00 Flestir þekkja frestunaráráttuna, tilfinninguna að vilja ýta á undan sér einhverju verkefni sem manni hugnast ekki að sinna. Skila einhverju af sér á síðustu stundu og kannski ekki í þeim gæðaflokki sem maður hefði viljað. Að fresta einhverju og fresta því svo aftur, og finna kvíðann magnast þangað til að það er orðið óumflýjanlegt að ljúka verkinu. Að telja sér trú um að allt verði í lagi, þrátt fyrir að í mælaborðinu blikki rautt merki með þeim skilaboðum að við eigum tafarlaust að láta fagaðila yfirfara vélina. Í Mottumars beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að krabbameinum hjá körlum, en einn af hverjum þremur karlmönnum getur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að líkt og með blikkandi viðvörunarljósið eiga sumir karlmenn með einkenni það til að bíða í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Þessu viljum við hjá Krabbameinsfélaginu breyta og tileinkum átakið í ár því einkennum krabbameina hjá körlum og hvetjum til þess að þeir hummi ekki fram af sér heilsuna. Verum vakandi fyrir einkennum Þótt gríðarlegar framfarir hafi átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafi meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst, búum við enn við þann veruleika að yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina. Samkvæmt samantekt frá árunum 2017-2021 greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein. Á sama tímabili létust 317 karlmenn úr krabbameinum ár hvert. Það jafngildir því að við missum rúmlega sex feður, afa, bræður, syni, frændur og vini í hverri viku. Það er allt of mikið. Í Mottumars hvetjum við karlmenn til að kynna sér möguleg einkenni krabbameina og vera vakandi fyrir breytingum á líkama sínum sem geti verið vísbendingar um krabbamein. Slík einkenni geta til dæmis verið óvenjuleg blæðing, hnútar eða þykkildi, óútskýrt þyngdartap, þrálátur hósti eða hæsi, kyngingarerfiðleikar, breyting á meltingu, hægðum eða þvaglátum, sár sem ekki grær, breytingar á fæðingarblettum, óvenjuleg þreyta eða verkir sem sem eiga sér ekki augljósa skýringu. Mikilvægi öflugra forvarna Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Skimun fyrir þeim er ein af þremur skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með og eina skimunin sem býðst karlmönnum. Hún hefur ekki verið innleidd á Íslandi, en fyrr í mánuðinum bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimunina á þessu ári. Til að árangur verði af verkefninu er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og fresti því ekki að taka þátt í skimuninni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að fækka þeim sem fá krabbamein og bætum lífslíkur þeirra sem greinast. Það er einnig til mikils að vinna með því að temja sér lífsstíl sem dregur úr áhættu á að fá krabbamein, en heilbrigður lífsstíll hefur mikið forvarnagildi. Þekktir verndandi þættir gegn krabbameinum eru meðal annars regluleg líkamleg hreyfing, hæfileg líkamsþyngd, tóbaksleysi, takmörkuð neysla á áfengi, söltuðum og reyktum mat, sykruðum drykkjum og rauðu kjöti og mikil neysla á trefjaríkum mat eins og heilkornavörum, ávöxtum, grænmeti og baunum. Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að kynna sér þær leiðir sem eru færar og stjórnvöld til að vinna að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífstíl í öndvegi. Róðurinn þyngist Stöðunni í krabbameinsmálum má líkja við straumharða á í leysingum og í því samhengi erum við stödd í ánni miðri. Búast má við 52% fjölgun nýrra krabbameinstilvika á næstu árum. Almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast, en aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og róðurinn mun þyngjast jafnt og þétt fram til ársins 2040. Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar einnig hratt í hópi lifenda, þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein, en gert er ráð fyrir að árið 2035 verði þeir að lágmarki 24.300. Í þeim hópi eru fjölmargir einstaklingar sem þurfa á langtímameðferð að halda og sérhæfðri þjónustu vegna langvinnra aukaverkana eða síðbúinna fylgikvilla. Á Íslandi eigum við krabbameinsáætlun sem var samþykkt 2019 og gildir til ársins 2030. Hins vegar hefur ekki verið gefin út aðgerðaáætlun eða veitt til hennar nauðsynlegu fjármagni. Þá er óleystur húsnæðisvandi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, sem brýnt er að bregðast við. Þessu má ekki skjóta á frest mikið lengur. Ómetanlegur stuðningur Krabbameinsfélagið leggur sitt af mörkum með öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Mottumars er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum. Krabbameinsfélagið þakkar Velunnurum félagsins og kaupendum Mottumarssokka um land allt af alhug fyrir stuðninginn. Í sameiningu tökumst við á við þær áskoranir sem eru framundan. Höfundur er læknir og formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flestir þekkja frestunaráráttuna, tilfinninguna að vilja ýta á undan sér einhverju verkefni sem manni hugnast ekki að sinna. Skila einhverju af sér á síðustu stundu og kannski ekki í þeim gæðaflokki sem maður hefði viljað. Að fresta einhverju og fresta því svo aftur, og finna kvíðann magnast þangað til að það er orðið óumflýjanlegt að ljúka verkinu. Að telja sér trú um að allt verði í lagi, þrátt fyrir að í mælaborðinu blikki rautt merki með þeim skilaboðum að við eigum tafarlaust að láta fagaðila yfirfara vélina. Í Mottumars beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að krabbameinum hjá körlum, en einn af hverjum þremur karlmönnum getur búist við að greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að líkt og með blikkandi viðvörunarljósið eiga sumir karlmenn með einkenni það til að bíða í langan tíma með að leita til læknis. Hátt í helmingur þeirra sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum beið í þrjá mánuði eða lengur og um þriðjungur af þeim hópi beið í meira en ár. Þessu viljum við hjá Krabbameinsfélaginu breyta og tileinkum átakið í ár því einkennum krabbameina hjá körlum og hvetjum til þess að þeir hummi ekki fram af sér heilsuna. Verum vakandi fyrir einkennum Þótt gríðarlegar framfarir hafi átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafi meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst, búum við enn við þann veruleika að yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameina. Samkvæmt samantekt frá árunum 2017-2021 greindust árlega 892 karlmenn með krabbamein. Á sama tímabili létust 317 karlmenn úr krabbameinum ár hvert. Það jafngildir því að við missum rúmlega sex feður, afa, bræður, syni, frændur og vini í hverri viku. Það er allt of mikið. Í Mottumars hvetjum við karlmenn til að kynna sér möguleg einkenni krabbameina og vera vakandi fyrir breytingum á líkama sínum sem geti verið vísbendingar um krabbamein. Slík einkenni geta til dæmis verið óvenjuleg blæðing, hnútar eða þykkildi, óútskýrt þyngdartap, þrálátur hósti eða hæsi, kyngingarerfiðleikar, breyting á meltingu, hægðum eða þvaglátum, sár sem ekki grær, breytingar á fæðingarblettum, óvenjuleg þreyta eða verkir sem sem eiga sér ekki augljósa skýringu. Mikilvægi öflugra forvarna Krabbamein í ristli og endaþarmi eru önnur algengasta tegund krabbameina á Íslandi og þriðja algengasta tegundin á heimsvísu. Skimun fyrir þeim er ein af þremur skimunum sem alþjóðastofnanir mæla með og eina skimunin sem býðst karlmönnum. Hún hefur ekki verið innleidd á Íslandi, en fyrr í mánuðinum bárust þær fréttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að stefnt sé að því að hefja skimunina á þessu ári. Til að árangur verði af verkefninu er nauðsynlegt að almenningur svari kallinu þegar þar að kemur og fresti því ekki að taka þátt í skimuninni. Þannig leggjum við okkar af mörkum til að fækka þeim sem fá krabbamein og bætum lífslíkur þeirra sem greinast. Það er einnig til mikils að vinna með því að temja sér lífsstíl sem dregur úr áhættu á að fá krabbamein, en heilbrigður lífsstíll hefur mikið forvarnagildi. Þekktir verndandi þættir gegn krabbameinum eru meðal annars regluleg líkamleg hreyfing, hæfileg líkamsþyngd, tóbaksleysi, takmörkuð neysla á áfengi, söltuðum og reyktum mat, sykruðum drykkjum og rauðu kjöti og mikil neysla á trefjaríkum mat eins og heilkornavörum, ávöxtum, grænmeti og baunum. Krabbameinsfélagið hvetur fólk til að kynna sér þær leiðir sem eru færar og stjórnvöld til að vinna að því að skapa samfélag sem setur heilsusamlegan lífstíl í öndvegi. Róðurinn þyngist Stöðunni í krabbameinsmálum má líkja við straumharða á í leysingum og í því samhengi erum við stödd í ánni miðri. Búast má við 52% fjölgun nýrra krabbameinstilvika á næstu árum. Almennt er krabbameinsáhætta ekki að aukast, en aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og róðurinn mun þyngjast jafnt og þétt fram til ársins 2040. Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar einnig hratt í hópi lifenda, þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein, en gert er ráð fyrir að árið 2035 verði þeir að lágmarki 24.300. Í þeim hópi eru fjölmargir einstaklingar sem þurfa á langtímameðferð að halda og sérhæfðri þjónustu vegna langvinnra aukaverkana eða síðbúinna fylgikvilla. Á Íslandi eigum við krabbameinsáætlun sem var samþykkt 2019 og gildir til ársins 2030. Hins vegar hefur ekki verið gefin út aðgerðaáætlun eða veitt til hennar nauðsynlegu fjármagni. Þá er óleystur húsnæðisvandi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, sem brýnt er að bregðast við. Þessu má ekki skjóta á frest mikið lengur. Ómetanlegur stuðningur Krabbameinsfélagið leggur sitt af mörkum með öflugu forvarnar- og fræðslustarfi, þýðingarmiklu framlagi til krabbameinsrannsókna, hagsmunagæslu og endurgjaldslausum stuðningi og ráðgjöf til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Fjárhagslegur stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átak á borð við Mottumars er því ómetanlegt framlag í baráttunni við krabbamein og undirstaða þess að félagið geti áfram sinnt þessum mikilvægu verkefnum. Krabbameinsfélagið þakkar Velunnurum félagsins og kaupendum Mottumarssokka um land allt af alhug fyrir stuðninginn. Í sameiningu tökumst við á við þær áskoranir sem eru framundan. Höfundur er læknir og formaður Krabbameinsfélagsins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun