Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. mars 2023 21:29 jarni Benediktsson fjármálaráðherra, Esther Finnbogadóttur sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu en hún sat jafnframt í stjórn Lindarhvols sem varamaður og Sigurður Valtýsson sem hefur staðið í stappi við að toga upplýsingar um greiðslur ráðuneytisins til Íslaga sem höfðu umsýslu með störfum Lindarhvols. vísir/samsett Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Frigus II ehf., sem er í eigu Sigurðar Vatýssonar og Ágústs og Lýðs Guðmundssona, krafðist aðgangs að fyrrgreindri álitsgerð MAGNA. Félagið hefur þegar stefnt Lindarhvoli og íslenska ríkinu og krafist 650 milljóna í skaðabætur vegna sölu Lindarhvols á hlutafé í Klakka ehf., sem var í eigu íslenska ríkisins. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um Lindarhvol, félagið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti á fót til að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Álitsgerðin segi að opinbera skuli greinargerð ríkisendurskoðanda Einn angi málsins snýst um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem hann skilaði til Alþingis árið 2018 en hefur enn ekki verið gerð opinber. Leyndin sem ríkir yfir greinagerðinni hefur verið sögð „lögfræðilegir loftfimleikar“ Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, sem er jafnframt forseti forsætisnefndar. Það var forsætisnefndin sem bað MAGNA um að vinna álitsgerð um hvort veita ætti aðgang að umræddri greinargerð Sigurðar ríkisendurskoðanda. Sigurður Valtýsson segir að í álitsgerð MAGNA komi skýrt fram að greinagerð Sigurðar Þórðarsonar skuli vera opinber. Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál hans gegn Lindarhvoli var tekið fyrir fyrr á árinu.vísir/vilhelm „Forsætisnefnd tók í framhaldi ákvörðun, byggða á álitsgerðinni, að afhenda skyldi greinagerð Sigurðar Þórðarsonar kl 12:00 þann 25. apríl 2022. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið staðið við þá ákvörðun eða farið eftir þessu lögfræðiáliti,“ segir Sigurður Valtýsson í samtali við Vísi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefur ítrekað beiðni sína til Birgis Ármannsonar, forseta þingsins, um að lögfræðiálitið verði birt. Mun opinbera álitsgerðina Sigurður segir úrskurðinn mikilvægan, bæði fyrir sig og gagnsæi almennt. „Enn og aftur er úrskurðarnefnd um upplýsingamál að standa vörð um gagnsæið sem stjórn Lindarhvols lofaði svo hátíðlega að stunda, en efndir hafa ekki verið á þá leið. Á ný hefur Lindarhvoli verið gert að afhenda gögn eftir að synjun um afhendingu var kærð.“ Hann hyggst opinbera álitsgerðina um leið og hann fær hana í hendurnar. „Það verður fróðlegt að sjá álitsgerð frá Magna Lögmönnum sem augljóslega er mjög ítarleg, eða 37 blaðsíður,“ segir Sigurður og bætir við að hann furði sig á því að forseti þings vilji ekki afhenda þingmönnum álitsgerðina. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómsmál Tengdar fréttir Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kvað upp úrskurð sinn í dag. Frigus II ehf., sem er í eigu Sigurðar Vatýssonar og Ágústs og Lýðs Guðmundssona, krafðist aðgangs að fyrrgreindri álitsgerð MAGNA. Félagið hefur þegar stefnt Lindarhvoli og íslenska ríkinu og krafist 650 milljóna í skaðabætur vegna sölu Lindarhvols á hlutafé í Klakka ehf., sem var í eigu íslenska ríkisins. Að undanförnu hefur töluvert verið fjallað um Lindarhvol, félagið sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra setti á fót til að koma eigum sem féllu í fang ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008 aftur út á markað. Lindarhvoll hefur verið til umfjöllunar nú árum saman en grunur leikur á um að þær eigur hafi verið seldar á undirverði og til vildarvina. Álitsgerðin segi að opinbera skuli greinargerð ríkisendurskoðanda Einn angi málsins snýst um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols sem hann skilaði til Alþingis árið 2018 en hefur enn ekki verið gerð opinber. Leyndin sem ríkir yfir greinagerðinni hefur verið sögð „lögfræðilegir loftfimleikar“ Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, sem er jafnframt forseti forsætisnefndar. Það var forsætisnefndin sem bað MAGNA um að vinna álitsgerð um hvort veita ætti aðgang að umræddri greinargerð Sigurðar ríkisendurskoðanda. Sigurður Valtýsson segir að í álitsgerð MAGNA komi skýrt fram að greinagerð Sigurðar Þórðarsonar skuli vera opinber. Sigurður Valtýsson í héraðsdómi þegar mál hans gegn Lindarhvoli var tekið fyrir fyrr á árinu.vísir/vilhelm „Forsætisnefnd tók í framhaldi ákvörðun, byggða á álitsgerðinni, að afhenda skyldi greinagerð Sigurðar Þórðarsonar kl 12:00 þann 25. apríl 2022. Það er óskiljanlegt að ekki hafi verið staðið við þá ákvörðun eða farið eftir þessu lögfræðiáliti,“ segir Sigurður Valtýsson í samtali við Vísi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hefur ítrekað beiðni sína til Birgis Ármannsonar, forseta þingsins, um að lögfræðiálitið verði birt. Mun opinbera álitsgerðina Sigurður segir úrskurðinn mikilvægan, bæði fyrir sig og gagnsæi almennt. „Enn og aftur er úrskurðarnefnd um upplýsingamál að standa vörð um gagnsæið sem stjórn Lindarhvols lofaði svo hátíðlega að stunda, en efndir hafa ekki verið á þá leið. Á ný hefur Lindarhvoli verið gert að afhenda gögn eftir að synjun um afhendingu var kærð.“ Hann hyggst opinbera álitsgerðina um leið og hann fær hana í hendurnar. „Það verður fróðlegt að sjá álitsgerð frá Magna Lögmönnum sem augljóslega er mjög ítarleg, eða 37 blaðsíður,“ segir Sigurður og bætir við að hann furði sig á því að forseti þings vilji ekki afhenda þingmönnum álitsgerðina.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Dómsmál Tengdar fréttir Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10