Vilja binda enda á tímabundna lausn sem staðið hefur í níu ár Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 10:00 Hilmar Júlíusson (t.h.) leggur fram tillögu sem snertir á stöðu Hannesar S. Jónssonar (t.v.). Samsett/Vísir/KKÍ Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur lagt fram tillögu til breytinga á lögum KKÍ er varða stöðu formanns og framkvæmdastjóra sambandsins. Hannes S. Jónsson er sem stendur bæði framkvæmdastjóri og formaður KKÍ en kosið verður um tillöguna á komandi ársþingi. Alls hefur 21 tillaga verið lögð fram fyrir ársþingið sem fram fer eftir rúmar tvær vikur, laugardaginn 25. mars. Líkt og oft áður verða reglur um erlenda leikmenn til skoðunar en vinnunefnd stjórnar KKÍ leggur fram tillögu um breytingar og þá leggur Viðar Örn Hafsteinsson, fyrir hönd Hattar, einnig fram annars konar breytingu á reglum um erlenda leikmenn á Íslandi. Reglur um slíkt hafa tekið reglulegum breytingum undanfarin misseri og ár hvert virðist skapast umræða um hvað sé réttast í þeim efnum, þar sem skoðanir eru skiptar. Athygli vekur að engin tillaga liggur fyrir um breytingar á félagsskiptum. Mikið umtal var um umdeild félagaskipti Stjörnunnar og Hrunamanna í aðdraganda úrslitahelgarinnar í bikarkeppninni. Ahmad Gilbert skipti þá fram og til baka milli liðanna tveggja fjórum sinnum á einni viku og voru liðin gagnrýnd fyrir víða af úr körfuboltasamfélaginu. Engin tillaga hefur hins vegar verið lögð fram til að koma í veg fyrir að önnur lið leiki það eftir. Þá er lögð fram tillaga um fjölgun liða í efstu deild kvenna úr átta í tíu, um þrefalda umferð í úrvalsdeild karla, um fjölgun liða í 1. deild karla úr tíu í tólf og sömuleiðis þrefalda umferð í 1. deild ef lið eru færri en tíu. Hannes geti ekki áfram verið bæði formaður og framkvæmdastjóri Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram stórfellda breytingartillögu á starfi KKÍ, ásamt Björgvini Inga Ólafssyni. Tillögunni er ætlað að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Lagðar eru til breytingar á 17., 20. og 21. grein laga KKÍ er varða formanns- og framkvæmdastjórastöðu sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur einnig verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2014. Snemmárs 2014 var Friðriki Inga Rúnarssyni sagt upp sem framkvæmdastjóra og tók formaðurinn Hannes við stöðu hans samhliða skyldum sínum sem formaður. Sú breyting var gerð í hagræðingarskyni. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ sagði Hannes um málið árið 2014. Í 17. grein, sem snertir á skipulagi stjórnar KKÍ, er lögð fram sú breyting að í stað þess að KKÍ sé heimilt að ráða framkvæmdastjóra, sé sambandinu skylt til þess og tekið fram að sá framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Í breytingartillögunum við 20. grein, er varðar formann KKÍ, er lögð til breyting að formaður KKÍ fái ekki greitt fyrir störf sín samkvæmt samþykkt KKÍ. Formaður fékk full laun fyrir starf sitt áður en staðan varð samofin framkvæmdastjórastöðunni árið 2014, líkt og fram kemur í grein Vísis að ofan. Í breytingartillögu á 21. grein, er varðar framkvæmdastjóra KKÍ, er lögð sama áhersla á að stjórn KKÍ ráði framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri skuli framfylgja stefnu stjórnar og annast daglegan rekstur sambandsins sem og starfsmannaráðningar. Allar mikils háttar ráðstafanir skuli sá framkvæmdastjóri hafa samþykkt stjórnar fyrir. Vilja ýta undir góða stjórnarhætti Í greinargerð þeirra Hilmars og Björgvins er vísað í góða stjórnarhætti sem rökstuðning fyrir breytingunni. Þörf sé á skýrari regluskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Mikilvægt er að starfshættir og verklag KKÍ standist kröfur um góða stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að hlutverk, hlutverkaskipting og ábyrgð stjórnenda sé skýr og þannig úr garði gerð að það auðveldi viðkomandi að rækja störf sín og um leið efla sambandið og stuðla að jákvæðri þróun greinarinnar.“ segir í greinargerðinni. „Mikilvægt er að skýr greinarmunur sé á starfi stjórnar og starfsfólks. Stjórn skal hafa tækifæri til að sinna stefnumarkandi hlutverki sínu sem og eftirliti með starfi og starfsháttum starfsfólks. Ef skýr skil eru ekki milli stjórnar og starfsfólks er hætta á að misbrestur verði á því,“ „Lykilatriði í því er að formaður stjórnar KKÍ og framkvæmdastjóri KKÍ séu aðskilin hlutverk, sinnt hvort af sínum einstaklingum. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sambandsins og skal hlíta stefnu og fyrirmælum stjórnar. Aðgreining milli stjórnar og starfsfólks, sérstaklega framkvæmdastjóra, skiptir því miklu máli.“ segir þar enn fremur. Hefur KKÍ efni á því að breyta? Líkt og tekið er fram að ofan fer ársþing KKÍ fram 25. mars næst komandi þar sem kosið verður um tillöguna. Líkt og Hannes nefndi í viðtali við Vísi árið 2014 átti breytingin að vera tímabundin vegna rekstrarvandræða en hann hefur síðan sinnt báðum stöðum í níu ár. Það er þó spurning hversu mikið fjárhagslegur hagur KKÍ hefur vænkast síðan en sambandið sér fram á töluverðan niðurskurð eftir að hafa færst niður um flokk í styrkleikaröðun Afrekssjóðs ÍSÍ á dögunum. Íslensku landsliðin geti jafnvel þurft að segja sig frá landsliðsverkefnum vegna fjárskorts. Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira
Alls hefur 21 tillaga verið lögð fram fyrir ársþingið sem fram fer eftir rúmar tvær vikur, laugardaginn 25. mars. Líkt og oft áður verða reglur um erlenda leikmenn til skoðunar en vinnunefnd stjórnar KKÍ leggur fram tillögu um breytingar og þá leggur Viðar Örn Hafsteinsson, fyrir hönd Hattar, einnig fram annars konar breytingu á reglum um erlenda leikmenn á Íslandi. Reglur um slíkt hafa tekið reglulegum breytingum undanfarin misseri og ár hvert virðist skapast umræða um hvað sé réttast í þeim efnum, þar sem skoðanir eru skiptar. Athygli vekur að engin tillaga liggur fyrir um breytingar á félagsskiptum. Mikið umtal var um umdeild félagaskipti Stjörnunnar og Hrunamanna í aðdraganda úrslitahelgarinnar í bikarkeppninni. Ahmad Gilbert skipti þá fram og til baka milli liðanna tveggja fjórum sinnum á einni viku og voru liðin gagnrýnd fyrir víða af úr körfuboltasamfélaginu. Engin tillaga hefur hins vegar verið lögð fram til að koma í veg fyrir að önnur lið leiki það eftir. Þá er lögð fram tillaga um fjölgun liða í efstu deild kvenna úr átta í tíu, um þrefalda umferð í úrvalsdeild karla, um fjölgun liða í 1. deild karla úr tíu í tólf og sömuleiðis þrefalda umferð í 1. deild ef lið eru færri en tíu. Hannes geti ekki áfram verið bæði formaður og framkvæmdastjóri Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, leggur fram stórfellda breytingartillögu á starfi KKÍ, ásamt Björgvini Inga Ólafssyni. Tillögunni er ætlað að aðskilja stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Lagðar eru til breytingar á 17., 20. og 21. grein laga KKÍ er varða formanns- og framkvæmdastjórastöðu sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur einnig verið framkvæmdastjóri þess frá árinu 2014. Snemmárs 2014 var Friðriki Inga Rúnarssyni sagt upp sem framkvæmdastjóra og tók formaðurinn Hannes við stöðu hans samhliða skyldum sínum sem formaður. Sú breyting var gerð í hagræðingarskyni. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ sagði Hannes um málið árið 2014. Í 17. grein, sem snertir á skipulagi stjórnar KKÍ, er lögð fram sú breyting að í stað þess að KKÍ sé heimilt að ráða framkvæmdastjóra, sé sambandinu skylt til þess og tekið fram að sá framkvæmdastjóri megi ekki sitja í stjórn sambandsins. Í breytingartillögunum við 20. grein, er varðar formann KKÍ, er lögð til breyting að formaður KKÍ fái ekki greitt fyrir störf sín samkvæmt samþykkt KKÍ. Formaður fékk full laun fyrir starf sitt áður en staðan varð samofin framkvæmdastjórastöðunni árið 2014, líkt og fram kemur í grein Vísis að ofan. Í breytingartillögu á 21. grein, er varðar framkvæmdastjóra KKÍ, er lögð sama áhersla á að stjórn KKÍ ráði framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri skuli framfylgja stefnu stjórnar og annast daglegan rekstur sambandsins sem og starfsmannaráðningar. Allar mikils háttar ráðstafanir skuli sá framkvæmdastjóri hafa samþykkt stjórnar fyrir. Vilja ýta undir góða stjórnarhætti Í greinargerð þeirra Hilmars og Björgvins er vísað í góða stjórnarhætti sem rökstuðning fyrir breytingunni. Þörf sé á skýrari regluskiptingu og deildri ábyrgð innan sambandsins. „Mikilvægt er að starfshættir og verklag KKÍ standist kröfur um góða stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að hlutverk, hlutverkaskipting og ábyrgð stjórnenda sé skýr og þannig úr garði gerð að það auðveldi viðkomandi að rækja störf sín og um leið efla sambandið og stuðla að jákvæðri þróun greinarinnar.“ segir í greinargerðinni. „Mikilvægt er að skýr greinarmunur sé á starfi stjórnar og starfsfólks. Stjórn skal hafa tækifæri til að sinna stefnumarkandi hlutverki sínu sem og eftirliti með starfi og starfsháttum starfsfólks. Ef skýr skil eru ekki milli stjórnar og starfsfólks er hætta á að misbrestur verði á því,“ „Lykilatriði í því er að formaður stjórnar KKÍ og framkvæmdastjóri KKÍ séu aðskilin hlutverk, sinnt hvort af sínum einstaklingum. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sambandsins og skal hlíta stefnu og fyrirmælum stjórnar. Aðgreining milli stjórnar og starfsfólks, sérstaklega framkvæmdastjóra, skiptir því miklu máli.“ segir þar enn fremur. Hefur KKÍ efni á því að breyta? Líkt og tekið er fram að ofan fer ársþing KKÍ fram 25. mars næst komandi þar sem kosið verður um tillöguna. Líkt og Hannes nefndi í viðtali við Vísi árið 2014 átti breytingin að vera tímabundin vegna rekstrarvandræða en hann hefur síðan sinnt báðum stöðum í níu ár. Það er þó spurning hversu mikið fjárhagslegur hagur KKÍ hefur vænkast síðan en sambandið sér fram á töluverðan niðurskurð eftir að hafa færst niður um flokk í styrkleikaröðun Afrekssjóðs ÍSÍ á dögunum. Íslensku landsliðin geti jafnvel þurft að segja sig frá landsliðsverkefnum vegna fjárskorts.
Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Sjá meira