„Þetta dómsál er bara krafa um miskabætur vegna brots á friðhelgi einkalífsins,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður móðurinnar, spurð að því hvort aðrar kröfur hafi verið gerðar í málinu.
Þannig hefur ekki verið farið fram á að þátturinn verði tekinn úr birtingu.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir luktum dyrum. Auður segist eiga von á niðurstöðu innan sex vikna.
Í umræddum þætti greindi viðmælandi Eddu frá því að hafa verið beitt andlegu ofbeldi af móður sinni. Spilaðar voru hljóðupptökur af samtölum þeirra mæðgna, þar sem mamman sagði meðal annars að það væri „betra fyrir alla ef þú myndir bara deyja“.
„Það er svona verið að velta því upp hvort hún hafi verið gerð persónugreinanleg með því að spila þessa hljóðupptöku. Hún þjónaði kannski engum sérstökum tilgangi fyrir umfjöllunina sem slíka. Umfjöllunin hefði verið alveg sú sama þótt þessar upptökur hefðu ekki verið spilaðar. Þannig það er gengið hart að hennar friðhelgi. Þetta snýst algjörlega um hljóðupptökurnar,“ sagði Auður í samtali við Vísi í febrúar.