Ten Hag: Við getum endurstillt okkur og komið til baka Smári Jökull Jónsson skrifar 10. mars 2023 07:01 Erik Ten Hag og David De Gea ganga af velli eftir sigur United í gær. Vísir/Getty Erik Ten Hag var mjög ánægður með frammistöðu Manchester United í sigri liðsins á Real Betis í gær. United er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna í Evrópudeildinni í næstu viku. „Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Mér fannst við spila vel í báðum hálfleikjum. Eftir fyrri hálfleikinn fannst mér við eiga að vera 3-0 yfir, staðan var 1-1 og við gerðum ein mistök sem okkur var refsað fyrir en mér fannst við spila vel og sérstaklega í seinni hálfleik,“sagði Ten Hag í viðtali við BT Sport eftir leik. Hann hrósaði stuðningsmönnum United eftir leik í kvöld en mikil óánægja var í þeirra röðum eftir 7-0 tapið gegn Liverpool. „Við skoruðum góð mörk, unnum 4-1 og gáfum eitthvað til stuðningsmannanna. Þeir studdu okkur og stóðu við bakið á okkur sem ég er mjög þakklátur fyrir eftir leikinn á sunnudag,“ en United þurfti að svara vel eftir tapið stóra gegn Liverpool um síðustu helgi. Ten Hag sagði að liðið hefði sýnt gott viðhorf frá upphafi leiksins í gær. „Við vorum góðir með boltann, fundum menn á miðjunni og skiptum vel á milli kanta og hlupum vel á bakvið vörnina. Við sköpuðum mörg færi og erum ánægðir í dag.“ Eftir að United hafði byrjað leikinn af krafti náði Real Betis að jafna fyrir hlé. Ten Hag sagði að þetta væri svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á tímabilinu. „Maður þarf að sjá hvernig liðið bregst við mótlæti. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu tímabili sem þetta gerist, þetta hefur gerst í fimm eða sex skipti. Við getum endurstillt okkur og komið til baka. Liðið er með karakter og ég verð að hrósa þeim.“ Bruno Fernandes fagnar marki sínu í gærkvöldi.Vísir/Getty Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni fyrir hegðun sína í leiknum gegn Liverpool og höfðu heyrst raddir sem hvöttu Ten Hag til að svipta hann fyrirliðabandinu en hann er fyrirliði liðsins þegar Harry Maguire situr á bekknum. Fernandes skoraði í kvöld og fagnaði innilega. „Fyrir framherja er það mikilvægt, hann komst nálægt því að skora í mörg skipti og skapaði færi fyrir aðra. Hann náði markinu og átti það skilið. Mér fannst hann frábær í dag og leiddi liðið áfram með góðum leik. Hann stjórnaði leiknum, skoraði mark og ég er mjög ánægður.“ „Mér fannst varamennirnir koma vel inn. Aaron Wan Bissaka, Jadon Sancho og við sáum að þegar síðustu varmennirnir komu inn þá skoruðum við fjórða markið,“ sagði Ten Hag að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira