Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 09:07 Rannsóknarlögreglumenn við byggingu votta Jehóva í Hamborg í norðanverðu Þýskalandi í morgun. AP/Steven Hutchings/Tnn/dpa Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fleiri eru særðir, sumir þeirra alvarlega, eftir skotárásina í gærkvöldi. Lögregla segir að svo virðist sem að byssumaðurinn sjálfur sé á meðal þeirra átta sem eru látnir. AP-fréttastofan segir að rannsóknarlögreglumenn hafi unnið á vettvangi í alla nótt. Yfirvöld í Hamborg hafa boðað til blaðamannafundar um árásina klukkan 11:00 í dag. Ríkissalur votta er í Gross Borstel-hverfinu, nokkra kílómetra frá miðborg Hamborgar. Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 21:15 að staðartíma í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn komu á staðinn fundu þeir fólk með skotsár á jarðhæðinni. Þeir heyrðu byssuhvell á hæð fyrir ofan þá og fundu helsærðan mann sem kann að hafa verið byssumaðurinn. Íbúar í nágrenninu fengu skilaboð í síma sína um lífshættulegar aðstæður og var svæðið í kringum vettvanginn lokað af. Nágrannar segja AP að þeir hafi heyrt fjölda byssuhvella. Einn þeirra myndaði mann sem skaut ítrekað í gegnum glugga á annarri hæð. Hann segist hafa heyrt á þriðja tug hvella. Um fimm mínútum síðar, eftir að lögregla var komin á staðinn, hafi einn hvellur heyrst til viðbótar. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lýsti skotárásinni í Hamborg í gærkvöldi sem „hrottalegu ofbeldisverki“. Vottar Jehóva sögðu í yfirlýsingu að samfélag þeirra væri slegið yfir hræðilegri árásinni á trúbræður þeirra eftir guðsþjónustu í Hamborg. Ströng skotvopnalöggjöf er í Þýskalandi en þrátt fyrir það hafa mannskæðar skotárásir átt sér stað þar á undanförnum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hægriöfgamaður skaut níu manns til bana, þar á meðal tyrkneska innflytjendur, í Hanau áður en hann skaut sjálfan sig og móður sína í febrúar árið 2020. Byssumaður skaut tvo til bana fyrir utan bænahús gyðinga í borginni Halle á friðþægingardegi gyðinga í október 2019.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira