Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í dag.
Rúnar ræddi við nokkur önnur félög en þær viðræður fóru ekki langt.
Stórskyttan kemur heim til Fram frá ÍBV þar sem hann hefur leikið síðan hann kom úr atvinnumennsku erlendis árið 2021 en Rúnar hafði leikið í Danmörku og Þýskalandi í yfir tíu ár.
Rúnar lék erlendis í tólf ár, fyrst í Þýskalandi með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen, Hannover-Burgdorf og svo með Ribe-Esbjerg í Danmörku í þrjú ár.
Rætt verður við Rúnar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.