Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. mars 2023 21:01 Þeir Ahmad Chouki og Mustafa Alhamoodi kynntust á Íslandi fyrir nokkrum árum. Nú reka þeir fyrstu hverfisverslunina í Valshverfinu ásamt Ahmed Fallha en hann var nýfarinn heim af vaktinni þegar fréttastofu kíkti í heimsókn í vikunni. Vísir/Egill Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel. Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina. Matvöruverslun Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Það hefur mikið verið byggt við Hlíðarenda í Reykjavík á síðustu árum og hverfið hefur stækkað hratt. Fyrir tveimur mánuðum var svo fyrsta matvöruverslunin í hverfinu opnuð en hún heitir OK. Það eru þrír vinir sem eiga og reka verslunina. Þegar við litum við stóðu tveir þeirra vaktina en sá þriðji var nýfarinn heim. Mustafa, einn þremenninganna, var sautján ára þegar hann kom frá Írak til Íslands og hefur búið hér á landi í fimmtán ár. Meðeigendur hans þeir, Ahmad og Ahmed, eru hins vegar frá Sýrlandi. Þeir félagarnir kynntust á Íslandi og hafa verið vinir í nokkur ár. „Við vorum bara að keyra um þetta hverfi og sáum að það var engin búð hér, engin verslun. Vinur minn býr líka hinu megin í blokk og við vorum að spjalla saman og hann sagði mér að þegar hann vill versla fari hann út á Granda eða í Skeifuna og þá kom þessi hugmynd að opna hér,“ segir Mustafa Alhamoodi. Nágrannarnir eru flestir ánægðir með vera komnir með matvörubúð í hverfið.Vísir/Egill Enginn þeirra hafði áður rekið matvöruverslun en þeim fannst hugmyndin of góð til að láta það stoppa sig. Til að vöruúrvalið sé sem best eru þeir með stílabók sem þeir skrifa í vörur sem spurt er um og ekki eru til svo þeir geti svo keypt þær inn. Þeir segja staðsetninguna góða þar sem hótel er rétt hjá og Háskólinn í Reykjavík. Opnunartími búðarinnar er sjö til tólf á kvöldin svo vinnudagarnir eru oft langir hjá þeim félögunum en sem stendur eru þeir einu starfsmenn búðarinnar. Þá hafa nágrannarnir hafa tekið þeim mjög vel og segja þeir þá duglega að koma í búðina.
Matvöruverslun Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira