Viðar: „Helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. mars 2023 22:30 Því skal haldið til haga að Viðar Örn er ekki að rembast á þessari mynd, þrátt fyrir að fyrirsögnin gæti gefið annað til kynna Hattarmenn voru grátlega nálægt því að vinna frækinn sigur í Grindavík í kvöld í Subway-deild karla en leikurinn réðst á þriggja stiga körfu frá Damier Pitts þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni. Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Aðeins 18 sekúndum áður var Höttur nánast með unninn leik í höndunum, þar sem þeir leiddu með fjórum stigum, eftir að hafa átt alveg ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik, eftir að hafa skorað aðeins 30 stig í þeim fyrri. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, viðurkenndi að tapið væri sárt og höggið þungt miðað við hvað hans menn lögðu á sig í seinni hálfleik, en tók tapið á sig og kerfið sem hann teiknaði upp. „Drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Helvíti þungt högg, það er bara svoleiðis. Byrjum illa og erum ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Grindvíkingarnir bara gengu á lagið og jörðuðu okkur til að byrja með. En hörku karakter að snúa þessu við og koma til baka og vera í raun komnir með stjórn á leiknum. Þess vegna er þetta bara drulluþungt af því þetta var í okkar höndum.“ „Þegar við eigum innkastið þarna á hliðarlínunni þá er bara lélega sett upp hjá mér úr leikhléinu. Auðvitað geta menn gripið boltann og allt það en þetta var ekki gott „play“ og miðað við hvað mínir menn voru búnir að leggja á sig og gera vel og sýna þennan liðskarakter, þá er helvíti vont þegar ég kúka svona ærlega á bitann. Auðvitað var þetta stórt skot og allt það en ég gaf þeim sénsinn og það er lélegt.“ Eftir fyrsta leikhluta, þar sem Höttur skoraði aðeins 16 stig, öskraði Viðar ítrekað „spacing“ á sína menn, klárlega ósáttur við það hvernig hans menn voru að nýta völlinn sóknarlega. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og hjálpuðum vörninni hjá Grindavík með því að spila svona ofboðslega þétt og náðum ekki að brjóta línurnar hjá þeim. En við lagfærðum það og gerðum vel. Helvíti þungt, Grindvíkingar gáfu mér og okkur ærlega á kjaftinn.“ Í seinni hálfleik heyrðist svo ansi oft öskrað af bekknum „it all starts with defence“. Vörn Hattar var allt önnur í seinni hálfleik og Grindvíkingum gekk mjög illa að komast að körfunni og boltanum ofan í hana. Hattarmenn náðu í raun allri stjórn á leiknum og Viðar taldi að líkurnar hefðu allar verið þeim megin í lokin. „Ætli líkurnar hafi ekki verið svona 97 - 3, okkur í vil. Það er nú bara svoleiðis með blessað lífið, það er ósanngjarnt og slær mann utan undir reglulega. Við verðum að taka því og við höldum áfram.“ Það er ekki ofsögum sagt hjá Viðari að lífið getur sannarlega verið ósanngjarnt, en Hattarsigur hefði alls ekki verið ósanngjarn í kvöld miðað við hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Þess í stað sitja þeir eftir með sárt ennið og fyrir utan úrslitakeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir í deildinni.
Höttur Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira