Níu hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum ráðnir til HSU Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2023 20:09 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem segist vera með ánægð með nýja starfsfólkið frá Filippseyjum. Níu hjúkrunarfræðingar og einn geislafræðingur frá Filippseyjum hafa verið ráðnir til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og nú er leitað að átta starfsmönnum til viðbótar frá útlöndum. Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands glímir við talsverðan mönnunarskort vegna aukinnar þjónustuþarfar og styttingu vinnuvikunnar og því hefur verið markvisst verið leitað út fyrir landsteinana að starfsfólki enda fæst lítið, sem ekkert af íslensku starfsfólki. Leitin hefur gengið nokkuð vel. „Við erum með ráðningarskrifstofu, sem hjálpar okkur að leita að fólkinu úti. Nú þegar erum við búin að ráða til okkar tíu starfsmenn frá Filippseyjum og þar erum við með níu hjúkrunarfræðinga og einn geislafræðing. Þau eru nú þegar byrjuð að starfa hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) og bætir við. „Þau eru ekki komin með starfsleyfi en eru byrjuð að starfa í almennri umönnun og aðstoð inn á einingunum sínum. Nýja starfsfólkið er í íslenskunám og eru að læra íslensku samhliða vinnunni, þannig að við erum að reyna að halda sem best utan um þau þannig að þau aðlagaðist inn í okkar umhverfi og það gengur bara ljómandi vel.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað erlenda starfsfólkinu húsnæði. Nú er verið að leita að átta hjúkrunarfræðingum fyrir utan landsteinana til að vinna á Móbergi, nýju hjúkrunarheimili á Selfossi, sem Heilbrigðisstofnunin rekur. Nú er leitað að átta hjúkrunarfræðingum til viðbótar við þá hjúkrunarfræðinga, sem starfa í dag á nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í dag erum við með 150 hjúkrunarfræðinga á HSU, við þurfum bara fleiri. Það er bara mikilvægt að vera með fagfólk hjá okkur til að tryggja bæði öryggi þjónustunnar og gæði, þannig að við erum að leita þessa leiðina. Við þurfum líka að fá lækna til okkar, þannig að við erum líka að skoða það að reyna að ráða til okkar erlenda lækna," segir Díana.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Filippseyjar Árborg Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira