Lífið

Óskarsvaktin 2023

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Dóra Júlía og Kristín Ólafs eru með ykkur á Óskars vaktinni í nótt.
Dóra Júlía og Kristín Ólafs eru með ykkur á Óskars vaktinni í nótt. Vilhelm/Sara Rut

Óskarsverðlaunin fara fram í kvöld í Dolby leikhúsinu þar sem allar skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins koma saman og vonast eftir því að fara heim með gullstyttu. Dóra Júlía og Kristín Ólafsdóttir ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er svo að lýsa hátíðinni í beinni á Stöð 2. 

Óskarinn er sýndur á Stöð 2 og útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:00. Hátíðin er nú haldin í nítugasta og fimmta skipti og er eftirvæntingin eflaust mikil í Hollywood um þessar mundir. 

Verðlaunaflokkarnir eru yfir tuttugu talsins og því er fjölbreyttum hópi fagnað innan kvikmyndageirans. Það má með sanni segja að það sé spennandi nótt framundan og allt getur gerst, eins og síðustu Óskarsverðlaun bæði sýndu og sönnuðu. 

Ábendingar, hugleiðingar um það sem fyrir augu ber og myndir úr Óskarspartíum sendist á ritstjórn@visir.is.


Tengdar fréttir

Hita upp fyrir Óskars­verð­launin

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan.

Sonur Ri­hönnu og A$AP Rocky sprengir krútt­skalann

Ónefndur sonur tónlistarparsins Rihönnu og A$AP Rocky er líklega eitt frægasta barn heims án þess að hann hafi nokkra hugmynd um það. Á nýrri mynd sem Rihanna birti af drengnum í gær sprengir hann alla krúttskala.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×