Rykið dustað af gömlum ESB greinum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. mars 2023 07:30 Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Ég hef lúmskt gaman af því þegar ESB-sinnar koma aðild að sambandinu í umræðuna við og við. Ég get enda iðulega dustað rykið af gömlum greinum og ræðum til að svara endurteknum málflutningi þeirra. Ef til vill ætti ég þó ekki að gefa það upp í fyrirsögninni. Undanfarið hafa ESB-sinnar tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, Þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem ný átylla – nú væru öryggis- og varnarhagsmunir undir. Sem er ótrúlegur málflutningur með tilliti til samhengisins við framferði forystumanna Evrópusambandsins. Þeir sem stuðluðu að því að álfan varð háð Rússlandi um orku og settu kíkinn yfir blinda augað, jafnvel eftir að Rússar hernámu Krímskaga. Ég ritaði grein í Fréttablaðið í vikunni og setti fram samanburð á efnahagsstöðunni hér og í ESB. Í þessari grein langar mig að blanda mér stuttlega í nýleg skrif Ingibjargar Isaksen, þingkonu Framsóknar, og hins vegar formanns Viðreisnar í Reykjavík um ,,Evrópusambandsdrauginn“. Fátt kemur á óvart í málflutningi ESB-sinnans úr Viðreisn. Það voru kannski helst útleggingar hans varðandi nýjar hugmyndir ESB um losunarheimildir í flugi. Það mál er nefnilega gott dæmi um það hvað hagsmunagæslan í EES-samstarfinu er gríðarlega mikilvæg og að enginn gætir okkar nema við sjálf. Aðild að ESB jafngildir því sannarlega ekki að tekið sé sjálfkrafa tillit til aðstæðna aðildarríkja hverju sinni heldur fer þar fram svipuð hagsmunagæsla. Munurinn er sá að aðildarríki ESB geta tekið ákvarðanir með atkvæðagreiðslu þar sem afl atkvæða kann að fara gegn hagsmunum aðildarríkis, en tilskipun eins og sú sem hér um ræðir verður ekki tekin upp í EES-samninginn nema með samþykki Íslands. Ákvarðanatökuborðið fræga Formaður Viðreisnar í Reykjavík minnist auðvitað á hlut Íslendinga við ákvarðanatökuborðið fræga í ESB. Þetta ímyndaða borð er bara til í hugum fáeinna íslenskra stjórnmálamanna. Málflutningurinn veikist stöðugt eftir því sem lýðræðishallinn í ESB eykst. Þar sem sífellt lengra er gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og myndun eiginlegs sambandsríkis. Raunar svo langt að markmið um sambandsríkið ESB er orðað berum orðum í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands. Það er erfitt að selja Íslendingum þá hugmynd að þeir eigi að framselja vald frá lýðræðislega kjörnu Alþingi og ríkisstjórn til yfirþjóðlegra valdastofnana ESB í skiptum fyrir 6 þingsæti af yfir 700 á þingi sambandsins. Einróma samþykki við ákvarðanatöku í ráðherraráði ESB, valdamestu stofnun sambandsins, heyrir svo nánast sögunni til. Á til að mynda ekki við um sjávarútvegs- og orkumál. Þá fer vægi ríkja innan ráðsins eftir íbúafjölda þeirra sem þýðir að fjölmennustu ríki sambandsins, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, gnæfa yfir önnur ríki ESB. ESB-sinninn þykist svo ekki skilja fullyrðingu Ingibjargar að með inngöngu í ESB glötuðum við yfirráðum yfir ákveðnum málaflokkum. Nú, eða hann þekkir bara ekki ESB reglurnar. Hver veit? Við hefðum að hans sögn meiri áhrif á ESB-löggjöfina við aðild en við gerum nú. Hann skautar þarna léttilega fram hjá þeirri mikilvægu staðreynd að við inngöngu í ESB þyrftum við að innleiða hér löggjöf um allt sem EES-samningurinn undanskilur. Og það er heilmikið, m.a. sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB. Stefnan er víðtæk, en fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess frá 2013. Þar hafa „sjónarmið okkar“ ekkert vægi. Árangurslausar ESB-viðræður Formaðurinn fullyrðir að við getum ekki vitað hver áhrifin yrðu af aðild að ESB þar sem aðildarviðræður Íslands hefðu ekki farið „sinn eðlilega farveg“. Hann hlýtur þó að vita að eftir fjögurra ára fjár- og mannaflafrekar aðildarviðræður hafði ekki enn verið snert á flóknustu köflum ESB-samningsins, þ.m.t. landbúnaðar- og sjávarútvegskaflanum. Það var nú allur árangurinn. Ef til vill þótti ekki um mikið að semja, enda óumdeilt að við inngöngu í ESB þyrfti Íslands að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu. Engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Gjaldið sem Íslendingar þyrftu að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar. Einhverjum þykir það greinilega lítilvægt. Hagsmunum okkar best borgið utan Evrópusambandsins Það er gott að hafa það skjalfest að það sé engin töfralausn að ganga í ESB og taka upp evru. Svo það sé sagt, gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rökstuddir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Um kröfu formanns Viðreisnar í Reykjavík um ESB-kosningu vil ég segja að hér fóru fram kosningar fyrir 1,5 ári síðan. Fyrir þær settu nokkrir flokkar ESB aðild á oddinn og niðurstaða þeirra kosninga var skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Er ekki bara best að taka mark á úrslitum þingkosninganna? Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun