Ruddock lék sem miðvörður og þótti harður í horn að taka. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en þar lék hann á árunum 1993-98. Ruddock lék einn landsleik fyrir England.
Eftir að ferlinum lauk þyngdist Ruddock og hann missti algjörlega tökin í kórónuveirufaraldrinum og var þá orðinn rúmlega 170 kg.
Ruddock ákvað á endanum að fara í magaermisaðgerð til að freista þess að endurheimta heilsuna. Hann lagðist undir hnífinn í september í fyrra og síðan þá hefur hann misst 45 kg.
Ruddock deildi árangrinum með fylgjendum sínum á Twitter og fékk góð viðbrögð.
After years of struggling with my weight, I decided it was finally time to take action.
— Neil Ruddock (@RealRazor) March 6, 2023
Last year I had gastric sleeve surgery with @WeAreTransform_ & I m well into my weight loss journey, to date I've lost 93lbs.
This is a fresh start & I m excited about this new chapter. pic.twitter.com/QSPS6RkfMS
Ruddock, sem er 54 ára, hefur verið tíður gestur í ýmsum raunveruleikasjónvarpsþáttum eftir að ferlinum lauk, meðal annars I'm a Celebrity ... Get Me Out of Here og Celebrity Masterchef.