Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 08:49 Útibú Signature Bankans í New York. Lokman Vural Elibol/Anadolu Agency via Getty Images Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45