Veður

Varar við erfiðum aksturs­skil­yrðum á Austur­landi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við erfiðum akstursskilyrðum á austanverðu landinu í dag. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og Suðausturlandi fram á kvöld.

Daníel Þorláksson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hvöss norðanátt verði á Austfjörðum og snjókoma á Fagradal og Fjarðarheiði með blindu og erfiðum aktursskilyrðum. Upp úr hádegi muni draga úr ofankomu en þó verði áfram hvasst og hætt við lélegu skyggni í skafrenningi fram á nótt.

Í gulum aðvörunum Veðurstofu Íslands er varað við norðvestean hvassviðri eða storm. Vindhraði verði 15-25 metrar á svæðinu, hvassast sunnantil.  

„Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×