Fréttir af ótímabærum dauða lausagöngu búfjár stórlega ýktar! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. mars 2023 11:01 Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki. Í samantekt á niðurstöðum í álitinu segir: „Niðurstaða umboðsmanns var að skýra yrði ákvæði laga um búfjárhald til samræmis við almennar reglur laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. viðvíkjandi úrræðum umráðamanns lands við óheimilli beit búfjár í landi hans svo og grunnreglur eignarréttar. Af því leiddi að umræddi lagagrein gæti ekki orðið annars efnis eða haft önnur réttaráhrif en þau sem texti hennar mælti fyrir um, þ.e. að umráðamanni lands væri heimil sérstök friðun og nyti þá þeirra heimilda sem kveðið væri á um í lögunum. Hefði umráðamaður lands hins vegar ekki nýtt sér heimild til friðunar giltu um réttarstöðu hans þær reglur sem að meginstefnu hefðu gilt hér á landi um þessi efni frá fornu fari auk þess sem hann kynni að njóta þess sérstaka verndarréttar sem verið hefði í íslenskum rétti frá gildistöku fyrstu heildarlaga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. árið 1969. Umboðsmaður tók aftur á móti enga afstöðu til þeirra atvika sem lýst var í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eða réttarstöðu viðkomandi að öðru leyti.“ Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins (mál nr. DMR21080053) frá 11. janúar 2023 var til umfjöllunar ákvörðun lögreglustjóra að synja beiðni A um að smala ágangsfé úr landi jarðar hans. Ákvörðun lögreglustjóra byggði á fyrrgreindum leiðbeiningum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, þ.e. að 8. og 9. gr. laga nr. 38/2013 væru ósamrýmanleg 33. gr. laga nr. 6/1986. Ráðuneytið var ósammála ákvörðun lögreglustjóra og tók undir þá niðurstöðu sem fram kemur í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis. Eftir að álit umboðsmanns Alþingis og úrskurður dómsmálaráðuneytisins lágu fyrir, hefur því verið haldið fram að lausaganga búfjár í ógirtum heimalöndum sé ágangur. Af þeim sökum sé sveitarfélögum eða eftir atvikum lögreglu skylt að bregðast við óskum landeigenda og fjarlægja búféð á kostnað eigenda þess. Sú meginregla gildir í íslenskum rétti að mönnum er ekki skylt að hafa dýr sín í vörslu nema lög eða stjórnvaldsfyrirmæli mæli fyrir um slíkt. Það hefur Hæstiréttur Íslands staðfest. Búfjáreigendum eða vörslumönnum verður ekki metið það til sakar ef búféð gengur laust ef lausaganga er heimil í viðkomandi sveitarfélagi sbr. lögum nr. 38/2013 um búfjárhald. Sveitarfélög eiga að setja sér fjallskilasamþykkt á grunni laga nr. 6/1986 um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. þar sem lögin eru nánar útfærð. Það kann að vera að í sumum tilfellum þurfi að bæta þær. Það er alveg skýrt að ekki hafa orðið neinar breytingar á lögum er varða lausagöngu búfjár og það sætir því furðu að fylgjast með fréttaflutningi þar sem öðru er haldið fram. Það er lágmarkskrafa þegar fjallað er um svo mikilvægt málefni að fréttamiðlar vandi sína vinnu og framsetningu. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar