Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli.
Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum.
Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið.
Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan.
"Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS
— Variety (@Variety) March 13, 2023
Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford.

Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang.
Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan.
Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw
— Variety (@Variety) March 13, 2023