„Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 11:11 Menn velta nú vöngum yfir því hvar hertogahjónin munu sitja og hvaða viðburði þau fá að vera viðstödd. Getty/Andy Stenning Harry Bretaprins og Meghan Markle hefur verið boðið að vera viðstödd krýningu föður hans Karls III Bretakonungs 6. maí næstkomandi en ef marka má heimildarmenn Daily Mail hyggjast meðlimir konungsfjölskyldunnar hunsa þau ef þau mæta. Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa. Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira
Harry og Meghan verður ekki boðið að veifa til fjöldans af svölum Buckingham-hallar, eins og tíðkast við hátíðleg tilefni. Þá verða börn þeirra Archie og Lilibet ekki viðstödd krýninguna þar sem þau þykja of ung en Archie á afmæli sama dag og verður fjögurra ára. „Þau verða hunsuð af mjög mörgum fjölskyldumeðlimum,“ hefur Daily Mail eftir fjölskylduvini. „Ég vona að þau verði látin sitja á Íslandi,“ segir annar um staðsetningu parsins í Westminster Abbey. „Margir í fjölskyldunni vilja ekkert meira með þau hafa. Ef þau verða að hitta þau við krýninguna þá verður að hafa þau en þau vilja ekkert hitta þau umfram það.“ Það var stirt milli hjónakornanna og annarra fjölskyldumeðlima í útför Elísabetar II en ástandið versnaði enn eftir útgáfu Spare.Getty/nariman El-Mofty Harry og Meghan eru sögð hafa vakið mikla reiði hjá konungsfjölskyldunni með viðtölum sínum við fjölmiðla og ekki síður vegna uppljóstrana Harry í Spare, æviminningum prinsins. Hjónin munu dvelja á heimili sínu á Bretlandseyjum, Frogmore Cottage, á meðan hátíðarhöldunum stendur en þau hafa verið beðin um að tæma húsið og hafa fengið nokkurra mánaða frest til að skipuleggja flutninga innbúsins til Kaliforníu. Karl er sagður ætla að leyfa Andrew bróður sínum að búa í Frogmore Cottage. Taka ber fréttaflutningi Daily Mail og bresku pressunnar með miklum fyrirvara en Harry hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla í heimalandi sínu og þeir látið hann finna fyrir því í umfjöllun sinni. Það hefur til að mynda komið fram að dætur Andrew eiga í góðu sambandi við Harry og Meghan en afstöðu þeirra er ekki getið í umfjöllun Daily Mail. Harry og Meghan tilkynntu á dögunum að börn þeirra myndu nota titlana „prins“ og „prinsessa“ og hefur vefsíða konungsfjölskyldunnar verið uppfærð til að endurspegla það. Harry hefur afsalað sér réttinum til að nota „hans konunglega hátign“ en börn hans munu geta notað það ef þau kjósa.
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Sjá meira