Sigfús spenntur fyrir erlendum landsliðsþjálfara sem er laus við alla pólítík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2023 07:30 Íslenska handboltalandsliðið vann það tékkneska, 28-19, í undankeppni EM 2024 um helgina. vísir/hulda margrét Sigfús Sigurðsson er spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
HSÍ er í leit að landsliðsþjálfara fyrir Guðmund Guðmundsson sem hætti eftir heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og nokkrir lýst yfir áhuga sínum á starfinu. Má þar nefna Kristján Andrésson, Snorra Stein Guðjónsson og Roberto García Parrondo. Sigfús var til viðtals í Handkastinu í fyrradag þar sem hann tjáði sig um leitina að nýjum landsliðsþjálfara. Honum líst vel á að fá erlendan þjálfara sem er óháður HSÍ. „Það hafa mörg nöfn komið upp og mörg góð. Ég væri alveg til í að fá Kristján. Hann er mjög flottur. Snorri er flottur en ég veit ekki hvort hann sé tilbúinn núna. Dagur [Sigurðsson], Alfreð [Gíslason] og Erlingur [Richardsson] hafa líka verið nefndir og fleiri,“ sagði Sigfús. „Það sem ég er hræddur um er þegar verið er að ráða stráka sem hafa unnið á Íslandi, verið í landsliðinu og fleira, þá er alltaf innanhússpólítík sem ræður svo miklu um umgjörð og hvernig hlutirnir eru gerðir og svo framvegis. Ef við fáum einhvern erlendan þjálfara leggur hann bara línurnar sem farið er eftir og er laus við alla pólítík.“ En heldur Sigfús að þjálfarar sem hafa áður verið viðloðandi landsliðið verði hræddir við að styggja einhverja? „Eða að mennirnir sem stjórna setja honum stólinn fyrir dyrnar þannig að hann fái ekki að gera það sem hann vill. Það er meira það. Ef eftirsóttum erlendum þjálfara yrði settur stólinn dyrnar segir hann bara: allt í lagi, ég fer bara að vinna annars staðar. Þá vita menn hvar vandamálið liggur,“ sagði Sigfús. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða