Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Pep Guardiola hefur enn ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu með Manchester City. Adam Davy/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti