Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeildi, Eyjafólk í Kópavogi og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester City tekur á móti Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Manchester City tekur á móti Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Boðið verður upp á átta beinar útsendingar á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og í kvöld. Meðal þess sem boðið verður upp á er viðureign Manchester City og Leipzig í Meistaradeild Evrópu og tveir leikir milli Breiðabliks og ÍBV.

Við hefjum þó leik á UEFA Youth League þar sem Sporting tekur á móti Liverpool klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2 áður en AC Milan og Atletico Madrid eigast við á sömu rás klukkan 14:55.

Við verðum svo með maraþonútsendingu á Stöð 2 Sport frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti ÍBV í Lengjubikar kvenna klukkan 15:55 og sömu lið mætast svo í Lengjubikar karla klukkan 18:20.

Þá verður viðureign Manchester City og Leipzig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:50, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:35. Að leik loknum eru Meistaradeildarmörkin svo á sínum stað.

Þá fer hver að verða seinastur að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu í CS:GO og seinustu leikir Áskorendastigsins fara fram í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 eSport og hér á Vísi og verður barist um seinustu þrjú lausu sætin á Stórmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×