Fólk setti út á ótrúlegustu hluti en hann heldur ótrauður áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 22:25 James Einar Becker er stjórnandi Tork gaurs. Vísir/Vilhelm Önnur þáttaröð af bílaþættinum Tork gaur hefst á morgun hér á Vísi. James Einar Becker, stjórnandi þáttanna, segir fyrstu þáttaröðina hafa gengið vonum framan og að hann sé afar spenntur fyrir þeirri næstu. Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið. Tork gaur Bílar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið.
Tork gaur Bílar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira