Einfaldað regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Bragi Þór Thoroddsen skrifar 14. mars 2023 12:30 Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumt dregur bara það versta fram í fólki. Skortur á peningum er eitt af því sem sálarlífið ræður illa við með auknum kröfum samfélagsins um fjárútlát. Það á bæði við einstaklinga og hóp fólks, fyrirtæki og heilu þjóðríkin. Það verður ekkert öðruvísi hér í Súðavíkurhreppi en annars staðar. Í fámennu sveitarfélagi hefur tekist til langs tíma að nurla saman nóg til að skrimta og reka sveitarfélag nokkuð myndarlega. Meðan ekkert var aðhafst í viðhaldi eigna eða mannvirkja var fókusinn á uppskeruna, að safna fyrir einhverju til að létta fólki lífið. Við erum að tala um uppbyggingu á iðnaðarsvæði og hafnargerð með tilheyrandi kostnaði. Atvinnulíf staðarins má muna sinn fífil fegurri þar sem kvótakerfið og fjárfestingar sem voru ekki endilega rangar, en rangt tímasettar, settu í gang keðju atvika sem leiddi til gjaldþrots stærsta vinnuveitandans. Framseljanlegar aflaheimildir hafa löngu horfið eða verið seldar frá staðnum og því er ekki um að ræða gjaldeyrisöflun eða hagstæð útflutningsviðskipti frá staðnum í eigu heimamanna. Blikur eru þó á lofti um uppbyggingu vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Snorrabúð er endurbyggð, dustað af sperrum og húðir viðraðar. Það skal tjalda og það myndarlega. Í síðustu skoðanakönnun Gallup er hins vegar stór meirihluti þjóðarinnar andsnúinn þessum áformum enda atlaga að villtum laxi og ósnortinni náttúru Vestfjarða. Sama ósnortna salta sjóinn og migið hefur verið í frá fyrstu byggð, dreginn trollum og plógum og gyrtur línu og netum. Og svívirtur með hvalveiðum Norðmanna þar til stofninn var útdauður. Fiskeldiskvíar eru fráleitt fyrsta skrefið í að marka Ísafjarðardjúp og örugglega ekki þau síðustu. Þá er það kalkið sem við erum að reyna að fá slætt upp af grunninu í Djúpi, enda eitt af því fáa sem veitt er dautt til þess að vinna úr því verðmæti; matvæli og áburð. En líklega hefði Súðavíkurhreppur frekar átt að bruðla með peninga, halda við eignum og innviðum - óskynsamlega og án fyrirsjáanlegra vandræða þar sem skuldsetning hefði sligað rekstur. Það er víða svo í rekstri sveitarfélaga - afkoma ársins neikvæð um tugi eða hundruði milljóna, skuldbreytingar og nýjar lántökur og endalaus vandræði. Það er nokkurn veginn meðaltal rekstrar 64 sveitarfélaga landsins. Það skekkir hins vegar þessa mynd alla þegar sveitarfélögin eru háð Jöfnunarsjóði með sína afkomu, módel sem rekið hefur verið í áratugi og orðið hluti af tekjum sveitarfélaga til langs tíma. Fyrir margt löngu virðist tilurði sjóðsins hafa gleymst, hlutverk hans og ástæður. En nú er boðaður tekjusamdráttur til Súðavíkurhrepps um 57% eða um 60 milljónir króna á ári. Það munar um minna og innrammar svona uþb fjárfestingargetu sveitarfélagsins á ársgrundvelli meðan allt gengur vel. En af hverju þessi samdráttur? Jú, það er verið að "einfalda regluverk sjóðsins" og gera hann gegnsærri og skilvirkari í hlutverk sitt. Merkilegt að hann veitir nú sem aldrei fyrr í millistór og stærri sveitarfélög en dregur saman útlát sín duglega til þeirra sem ekki ná viðmiði ráðherra um 250, 500 eða 1000 íbúa markið - og sér í lagi nær þetta með einum eða öðrum hætti til þeirra 20 sveitarfélaga sem stóðu í lappirnar og neituðu að láta þvinga sig til sameiningar með lögum. Og okkur er refsað fyrir ráðdeildina og fámennið - ekki smá, heldur harkalega - nóg til að það bíti. Eins og fyrri daginn - útgerðin sagði solong and thanks for all the Fish - kvóta ef það er nákvæmara. Ríkið dró saman seglin, lokaði starfsstöðvum sínum - bætti upp með Jöfnunarsjóði - en tók hann svo aftur með manngerðum stormi í formi "einföldunar regluverks". En þetta er kannski bara eins og að verða 18 - þú ert einn daginn fullorðinn og allt lítur öðru vísi út og þarf að takast á við lífið. Við þurfum þá bara að fullorðnast hér í Súðavíkurhreppi - segja okkur endanlega úr lögum við foreldrana og standa á eigin fótum. En því miður á þetta við um fleiri sveitarfélög landsins sem sett verða á hnén fjárhagslega með því að skrúfa fyrir fjármagn til þeirra gegnum Jöfnunarsjóðinn.Velta má upp spurningum í því samhengi: Þar sem 1000 íbúa markið var ekki lögfest eða sett sem viðmið í sveitarstjórnarlögum, þá viðurkennir löggjafinn í raun að það geti veirð til fámennari sveitarfélög? Þegar þessar nýju úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðsins bitna síðan þannig á fámennum sveitarfélögum, að þau eiga sér ekki neina von og eru í raun óstarfhæf; er löggjafinn þá ekki að ganga þvert á þenn skilning sem liggur í fyrri hluta spurningarinnar? Það er nú einu sinni svo að Jöfnunarsjóður hefur hlutverk og honum var ákvarðað hlutverk frá stofnun hans, en með tíð og tíma hefur hann misst sinn fókus, amk tímabundið. Svo ég vitni í vin sem starfaði innan sjóðsins til langs tíma: Regluverk sjóðsins getur aldrei verið einfalt ef það á að ná markmiðum að vera öryggisnet fyrir afkomu allra sveitarfélaga í landinu. Það er mjög einfalt að á meðan sveitarfélögin eru svo mismunandi sem raun ber vitni og á meðan verkefni þeirra eru svo margvísleg sem raun ber vitni þá hlýtur það líkan sem á að endurspegla raunveruleikann að vera margþætt og flókið. Það sama gildir um jöfnunarkefi sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum. Með manngerðum breytingum á sjóðnum til þess að ná betur utan um versnandi afkomu sveitarfélaga af „æskilegri“ og þóknanlegri stærð verður öðrum, sem voru léttari á jötunni refsað þannig að þau standa frami fyrir fjárhagslegum vandræðum sem fæst þeirra ráða við. Leyfi mér að hafa með þessari grein mynd sem birt var á miðlinum bb.is þar sem niðurstaðan í garð nokkurra sveitarfélaga birtist á blaði. Solong and thanks for all the Fish... Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar