Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 08:57 Frá undirritun í gær. Landsnet Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“ Orkumál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að orkunýting á Íslandi byggi í langmestum mæli á endurnýjanlegri orku og að endurnýjun byggðalínunnar leggi grunn að auknu afhendingaröryggi og stuðli að orkuskiptum á Íslandi. „Verkefnið er í samræmi við áherslur Evrópska fjárfestingarbankans í lánamálum hvað varðar stuðning við aukna nýtingu endurnýjanlegrar orku í Evrópu. Lánið er nýtt til endurnýjunar á byggðalínunni en nú þegar hafa tvær línur verið teknar í rekstur í nýrri kynslóð byggðalínunnar, Kröflulína 3 og Hólasandslína 3. Orkuskiptin kalla á bæði gott aðgengi og örugga afhendingu rafmagns. Báðar hafa þær nú þegar sýnt fram á mikilvægi sitt með auknu afhendingaröryggi og aðgengi að rafmagni á Norður- og Austurlandi. Dæmi um þetta er Akureyri sem hefur nú aðgengi að rafmagni til að mæta orkuskiptunum og aukinni uppbyggingu atvinnulífs. Þetta er í fyrsta skipti sem Landsnet fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum,“ segir í tilkynningunni. Spennandi tímar Haft er eftir Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsneti, að framundan séu spennandi tímar í orkumálum á Íslandi. „Allar okkar áherslur miða að því að skapa samfélaginu og viðskiptavinum okkar virði með tryggu afhendingaröryggi, hagkvæmum rekstri flutningskerfisins og hámörkun nýtingar á raforku. Við erum mjög ánægð með að Evrópski fjárfestingarbankinn var tilbúinn að fara í þessa vegferð með okkur og veita okkur lán fyrir nýju línunum okkar á Norð - Austurlandi. Þær hafa þegar sýnt fram á mikilvægi sitt þegar kemur að afhendingaröryggi í óveðrum vetrarins og í auknu aðgengi svæðisins að rafmagni. Við höfum væntingar um frekara samstarf þegar kemur að styrkingu flutningskerfisins til þess að stuðla að orkuskiptum en þar erum við hjá Landsneti í lykilhlutverki,“ segir Guðlaug. Orkuskipti mikilvæg Þá er haft eftir Thomas Östros, framkvæmdastjóra hjá Evrópska fjárfestingarbankanum, að á tímum loftslagsbreytinga séu orkuskipti mikilvæg um allan heim. „Við erum afar ánægð með að styðja Landsnet á þeirri vegferð að viðhalda afhendingaröryggi og bæta aðgengi að grænni orku um allt Ísland í samræmi við það hlutverk Evrópska fjárfestingarbankans að vera loftslagsbanki Evrópu. Við höfum áður stutt við framleiðslu endurnýjanlegrar orku í landinu og það að tryggja að græn orka sé fáanleg alls staðar er ekki aðeins gott fyrir heimamenn heldur opnar jafnframt á viðskiptamöguleika,“ segir Östros. Lucie Samcová–Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir ennfremur að ESB hafi skuldbundið sig til þess að styðja við græn orkuskipti um heim allan sem og að tryggja samstarfsaðilum aukið aðgengi að öruggum, hagkvæmum og sjálfbærum orkugjöfum. „Þetta er því fullkomið dæmi um verkefni sem ESB vill fjárfesta í. Við erum afar stolt af langvarandi samstarfi okkar og Íslands, lands sem hefur árum saman verið í fararbroddi á sviði sjálfbærrar orku. Trú okkar á íslenska græna orkugeirann endurspeglast í tæplega eins milljarðs evra fjármögnun Evrópska fjárfestingarbankans sem veitt hefur verið til íslenskra verkefna tengdum orku frá árinu 2000.“
Orkumál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira