Verðbólgan rýfur hundrað prósenta múrinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 10:16 Alberto Angel Fernandez er forseti Argentínu. Getty/Kay Nietfeld Verðbólgan í Argentínu er komin í 102 prósent. Verðbólgan hefur verið yfir tuttugu prósent nú í fimm ár en aldrei hefur hún farið í þriggja stafa tölu áður. Vísitala neysluverðs í Argentínu hækkaði um 9,8 prósent milli janúar og febrúar og stendur verðbólgan á ársgrundvelli nú í 102,5 prósentum. Verðbólga í landinu hefur verið gífurleg undanfarin ár en frá því árið 2015 hefur hún nánast samfleytt verið yfir tuttugu prósentum. Í mars á síðasta ári var hún 55,1 prósent. Það er þó ekki nálægt verðbólgumeti Argentínumanna. Í mars árið 1990 var verðbólgan rúmlega tuttugu þúsund prósent eftir að Carlos Menem var kjörinn forseti og setti hagkerfi landsins í svokallaða „raflostmeðferð“ til að jafna sig eftir mikla kreppu. Meðal þess sem hann gerði var að selja flest allar eignir ríkisins til einkaaðila. Í september á síðasta ári mótmæltu íbúar landsins og heimtuðu að stjórnvöld myndu ráðast í aðgerðir til þess að koma til móts við íbúa í landinu. Í síðasta mánuði tilkynnti seðlabanki landsins að nýr tvö þúsund pesóa seðill yrði gefinn út. Tvö þúsund pesóar samsvara rúmlega 1.100 krónum. Argentína Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vísitala neysluverðs í Argentínu hækkaði um 9,8 prósent milli janúar og febrúar og stendur verðbólgan á ársgrundvelli nú í 102,5 prósentum. Verðbólga í landinu hefur verið gífurleg undanfarin ár en frá því árið 2015 hefur hún nánast samfleytt verið yfir tuttugu prósentum. Í mars á síðasta ári var hún 55,1 prósent. Það er þó ekki nálægt verðbólgumeti Argentínumanna. Í mars árið 1990 var verðbólgan rúmlega tuttugu þúsund prósent eftir að Carlos Menem var kjörinn forseti og setti hagkerfi landsins í svokallaða „raflostmeðferð“ til að jafna sig eftir mikla kreppu. Meðal þess sem hann gerði var að selja flest allar eignir ríkisins til einkaaðila. Í september á síðasta ári mótmæltu íbúar landsins og heimtuðu að stjórnvöld myndu ráðast í aðgerðir til þess að koma til móts við íbúa í landinu. Í síðasta mánuði tilkynnti seðlabanki landsins að nýr tvö þúsund pesóa seðill yrði gefinn út. Tvö þúsund pesóar samsvara rúmlega 1.100 krónum.
Argentína Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira