Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2023 10:29 Málið verður tekið fyrir í Amarillo, þar sem Kacsmaryk er eini alríkisdómarinn. Getty/Washington Post/Carolyn Van Houten Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Mifepristone er annað af tveimur lyfjum sem konur taka þegar þungunarrof er framkvæmt með lyfjagjöf. Meira en helmingur allra þungunarrofa í Bandaríkjunum er framkvæmdur með lyfjagjöf og um 40 prósent þeirra heilbrigðisstofnana sem bjóða upp á þungunarrofsþjónustu bjóða aðeins upp á þungunarrof með lyfjagjöf, ekki með skurðaðgerð. Þungunarrofslyfin, mifepristone og misoprostol, eru nýjasta skotmark andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum eftir að Hæstiréttur felldi úr gildi niðurstöðuna í Roe gegn Wade, sem tryggði öllum konum réttinn til að gangast undir þungunarrof. Baráttan er háð á mörgum vígvöllum, bæði í ríkisþingum og fyrir dómstólum, og felst meðal annars í því að freista þess að banna sölu lyfjanna í gegnum síma eða netið og afgreiðslu þeirra í lyfjaverslunum. Dómarinn í málinu, Matthew J. Kacsmaryk, var skipaður í embætti af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann er eini alríkisdómarinn í Amarillo. Hann reyndi fyrir helgi að koma í veg fyrir að aðilar málsins ljóstruðu því upp að málflutningurinn færi fram í dag en án árangurs. Fjölmiðlar komust að snoðum um dagsetninguna og greindu frá því að dómarinn hefði borið fyrir því fyrir sig að málið hefði haft í för með sér „morðhótanir og mótmælendur og þess háttar“ og að hann vildi forðast „ónauðsynlega sirkús“. NEW: Matthew Kacsmaryk, the Texas judge who could soon halt the abortion pill, has deep antiabortion beliefs that go back decades.We spent time in west TX, read his college paper, and interviewed 20 people who know him. Some big finds, w/ @amarimow( ) https://t.co/cRe5LNeFOp— Caroline Kitchener (@CAKitchener) February 25, 2023 Efasemdir um aðild og vald dómstólsins Málið var höfðað af nokkrum aðilum, þar sem fremst fara í flokki Alliance for Hippocratic Medicine. Um er að ræða bandalag ýmissa hópa, sem eiga það sameiginlegt að vera á móti þungunarrofi, dánaraðstoð og heilbrigðisþjónustu fyrir transfólk, svo eitthvað sé nefnt. Þau halda því fram að Matvæla- og lyfjastofnunina hafi ekki gefið vísindalegum gögnum nægan gaum þegar mifepristone var samþykkt árið 2000 né fylgt hefðbundnum ferlum. Þá segja þeir stofnunina hafa hunsað gögn sem benda til þess að lyfið sé hættulegt. Dómsmálaráðuneytið, sem sér um málflutning Matvæla- og lyfjaeftirlitsins, segir hins vegar fá lyf hafa verið gaumgæfð jafn vel og mifepristone og lyfið hafi verið undir stöðugu eftirliti allt frá því það var samþykkt. Dómarinn beindi því til aðila fyrir helgi að vera reiðubúnir til að svara nokkrum spurningum í dag, meðal annars um aðild að málinu, hvort dómstóllinn geti úrskurðað um ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunarinnar, hvort rétt hefði verið staðið að útgáfu leyfisins árið 2000 og hvort lyfið sé öruggt. Vafi er uppi um aðild að málinu en lögmenn sóknaraðilanna segja að meðal þeirra séu læknar sem hafi annast konur sem hafi orðið fyrir skaða af völdum þungunarrofslyfja. Aðrir sérfræðingar segja hins vegar langt seilst með því að halda því fram að þeir hafi orðið fyrir skaða af völdum ákvarðana stofnunarinnar. Þá eru uppi efasemdir um að dómstóllinn geti raunverulega fjallað um málið; Matvæla- og lyfjastofnunin njóti sjálfstæðis sem er tryggt í lögum og stjórnarskrá. Sérfræðingar segja að ef dómarinn úrskurðaði sóknaraðilanum í hag væri það í fyrsta sinn sem dómstóll yrði valdur að því að lyf hyrfi af markaði gegn einörðum andmælum Matvæla- og lyfjastofnunarinnar.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira