Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson bankastjóra Seðlabankans sem segir að þótt fjármálakerfið standi traustum fótum fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi. 

Bankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra.

Þá fjöllum við um frumvarp til útlendingalaga sem verður að lögum að öllu óbreyttu síðar í dag. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þessa við Alþingishúsið.

Að auki segjum við áfram frá ferð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er nú ásamt utanríkisráðherra á leið til Póllands til fundar við forsætisráðherra landsins.

Einnig verður rætt við menningar- og viðskiptaráðherra sem segir gríðar mikilvægt fyrir framtíð íslenskunnar að hún hafi verið valin inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×