Kynjahljóð Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 15. mars 2023 13:01 Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt sem bendir til að kynlíf sé stundað í allríkum mæli í fjöleignarhúsum og hefur svo verið frá öðli alda. Réttur fólks í því efni er álitinn sjálfsagður hluti af eignaráðum þess og er venjuhelgaður. Meginreglan er sú að fólk má stunda kynlíf í íbúðum sínum og það jafnvel með tilþrifum og þarf hvorki að fá til þess leyfi né að standa nokkrum reikningsskap gerða sinna. Á móti kemur réttur annarra íbúa hússins til næðis og friðar og til að þurfa ekki nauðugt viljugt að vera áheyrnarfulltrúar að kynlífsbrölti nágranna sinna. Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndis geti verið öðrum til ama og leiðinda. Þetta eru oftast óþægileg feimnismál sem grannar veigra sér við að kvarta yfir. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar nákvæmar reglur eða staðlar til um þetta og staðlaráð EB hefur meira að segja látið þetta svið í frið. Óhljóð af þessum toga geta verið skemmtileg fyrst en eru óþolandi til lengdar og særa svo blygðunarsemi granna. Umburðarlyndi og tillitssemi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og annað í fjöleignarhúsum. Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Yfirvegað og settlegt kynlíf er sem sagt venjuhelgaður partur af heimilisbrölti fólks. Aðrir eigendur hafa þröngar heimildir til afskipta af því en þó má húsfélag hugsanlega setja hömlulausu og hávaðasömu kynlífi einhverjar skorður. Er þá miðað við meðalhóf og upp- og ofanfólk. Alltaf má í hita leiks búast við einhverjum ópum, skrækjum og fyrirgangi frá íbúðum og venjulegt grannakynlíf verða aðrir eigendur að umlíða þrátt fyrir stöku stunu og eitt og eitt andvarp milli hæða. Öfgar og náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra óstöðugan. Þá er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og hvað er eðlilegt. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að grannar umlíði þeim það. Sömuleiðis eiga þeir sem eru viðkvæmir ekki rétt á því að grannarnir taki sérstakt tillit til þeirra. Allt mannanna bauk og brölt getur valdið óþægindum og ónæði. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í þessu efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað. Sumir koma í kyrrþey, hægt og hljótt, meðan aðrir koma með miklum fyrigangi og látum. Meðan sumir láta fágað andvarp duga, þá hrína aðrir hástöfum. Stundum má líkja því við náttúruhamfarir. Fólki ber eftir föngum að gera ráðstafanir til að draga úr hljóðum sínum og tempra þau eftir föngum. Mörg góð húsráð eru til enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Hefur t.d sængurhorn og koddi í gegn um tíðina reynst vel í að drepa hljóð og varnað mörgu kynlegu hljóði frá að magnast um allt hús. Kópavogur á kortið. Safaríkasta málið af þessum toga er “Óp-og stunumálið í Kópavogi” sem upp kom fyrir hálfum öðrum áratug og olli því að þjóðin stóð á öndinni yfir lýsingum fólks á rekkjulátum nágranna. Ástarleikirnir voru 3 á dag og stóðu í þrjá tíma hver og hafði svo verið í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist. Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu. Fram að þessu var Kópavogur síðasta sort. Menn villtust stundum og höfnuðu þar en enginn kom þangað viljandi. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Það er gott að búa í Kópavogi. Úrræði. Hvað er til ráða? Dugi kvartanir og umvandanir ekki kemur til greina að aðvara fólkið og benda því á að brot á skráðum og óskráðum umgengnisreglum getur réttlætt kröfu um brottvísun og/eða sölu íbúðar. Í því efni eru gerðar ríkar kröfur um brot og sönnun fyrir þeim. Húsfélag eða einstakir eigendur verða að sanna brot og að þau séu það stórvægileg og þess eðlis að til svo róttækra úrræða megi grípa. Sennilega er best að bíða bylinn af sér. Það er verst að maður veit aldrei hversu lengi hann stendur og hversu harður hann verður. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Kynlíf Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Annað veifið koma til kasta Húseigendafélagsins klögumál vegna kynlífsóhljóða í fjölbýlishúsum. Fólk spyr hver sé réttur þess þegar um þverbak keyrir. Oft er í húsum heyrandi nær. Það er margt sem bendir til að kynlíf sé stundað í allríkum mæli í fjöleignarhúsum og hefur svo verið frá öðli alda. Réttur fólks í því efni er álitinn sjálfsagður hluti af eignaráðum þess og er venjuhelgaður. Meginreglan er sú að fólk má stunda kynlíf í íbúðum sínum og það jafnvel með tilþrifum og þarf hvorki að fá til þess leyfi né að standa nokkrum reikningsskap gerða sinna. Á móti kemur réttur annarra íbúa hússins til næðis og friðar og til að þurfa ekki nauðugt viljugt að vera áheyrnarfulltrúar að kynlífsbrölti nágranna sinna. Hávært kynlíf í fjölbýli eitt gleggsta dæmið um að það sem er einum til ánægju og yndis geti verið öðrum til ama og leiðinda. Þetta eru oftast óþægileg feimnismál sem grannar veigra sér við að kvarta yfir. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og ekki má og hvað er viðeigandi og eðlilegt og hvað er óviðeigandi og óeðlilegt. Það eru engar nákvæmar reglur eða staðlar til um þetta og staðlaráð EB hefur meira að segja látið þetta svið í frið. Óhljóð af þessum toga geta verið skemmtileg fyrst en eru óþolandi til lengdar og særa svo blygðunarsemi granna. Umburðarlyndi og tillitssemi. Í raun og veru gilda alveg sömu sjónarmið og reglur um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir. Hér eru það eins og endranær hagsmunamat og hin gullnu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi sem ráða því hvað má og ekki má. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og annað í fjöleignarhúsum. Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Yfirvegað og settlegt kynlíf er sem sagt venjuhelgaður partur af heimilisbrölti fólks. Aðrir eigendur hafa þröngar heimildir til afskipta af því en þó má húsfélag hugsanlega setja hömlulausu og hávaðasömu kynlífi einhverjar skorður. Er þá miðað við meðalhóf og upp- og ofanfólk. Alltaf má í hita leiks búast við einhverjum ópum, skrækjum og fyrirgangi frá íbúðum og venjulegt grannakynlíf verða aðrir eigendur að umlíða þrátt fyrir stöku stunu og eitt og eitt andvarp milli hæða. Öfgar og náttúruhamfarir. Það er alveg ljóst að það er hægt að gerast offari í þessu efni með fyrirgangi og óhljóðum sem fara út fyrir allt velsæmi og æra óstöðugan. Þá er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og hvað er eðlilegt. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að grannar umlíði þeim það. Sömuleiðis eiga þeir sem eru viðkvæmir ekki rétt á því að grannarnir taki sérstakt tillit til þeirra. Allt mannanna bauk og brölt getur valdið óþægindum og ónæði. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Það er gömul saga og ný að sumir eru fyrirferðarmeiri í þessu efni en aðrir og aðrir viðkvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað. Sumir koma í kyrrþey, hægt og hljótt, meðan aðrir koma með miklum fyrigangi og látum. Meðan sumir láta fágað andvarp duga, þá hrína aðrir hástöfum. Stundum má líkja því við náttúruhamfarir. Fólki ber eftir föngum að gera ráðstafanir til að draga úr hljóðum sínum og tempra þau eftir föngum. Mörg góð húsráð eru til enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Hefur t.d sængurhorn og koddi í gegn um tíðina reynst vel í að drepa hljóð og varnað mörgu kynlegu hljóði frá að magnast um allt hús. Kópavogur á kortið. Safaríkasta málið af þessum toga er “Óp-og stunumálið í Kópavogi” sem upp kom fyrir hálfum öðrum áratug og olli því að þjóðin stóð á öndinni yfir lýsingum fólks á rekkjulátum nágranna. Ástarleikirnir voru 3 á dag og stóðu í þrjá tíma hver og hafði svo verið í 7 mánuði áður en sambýlisfólkið bugaðist. Óhljóðin voru ómennsk; sambland af útburðarvæli, spangóli hunds, jarmi kinda og Tarsanöskra eins og Johnny Weismuller, var að gera alla gráhærða með á elliheimilinu. Fram að þessu var Kópavogur síðasta sort. Menn villtust stundum og höfnuðu þar en enginn kom þangað viljandi. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Það er gott að búa í Kópavogi. Úrræði. Hvað er til ráða? Dugi kvartanir og umvandanir ekki kemur til greina að aðvara fólkið og benda því á að brot á skráðum og óskráðum umgengnisreglum getur réttlætt kröfu um brottvísun og/eða sölu íbúðar. Í því efni eru gerðar ríkar kröfur um brot og sönnun fyrir þeim. Húsfélag eða einstakir eigendur verða að sanna brot og að þau séu það stórvægileg og þess eðlis að til svo róttækra úrræða megi grípa. Sennilega er best að bíða bylinn af sér. Það er verst að maður veit aldrei hversu lengi hann stendur og hversu harður hann verður. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun