Besta deildin: Leikmenn sem þurfa að gera betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2023 10:01 Nokkrir af þeim leikmönnum sem þurfa að gera betur en í fyrra. Tæpur mánuður er þar til keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefst á ný. En hvaða leikmenn þurfa að gera betur í sumar en í fyrra? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem þurfa að bæta sig frá því á síðasta tímabili. Steven Lennon (FH) Lennon skoraði vissulega sitt hundraðasta mark í efstu deild á síðasta tímabili og komst þar með í góðan hóp. En mörkin hans voru aðeins þrjú í 24 leikjum fyrir FH sem hélt sér uppi á markatölu. Lennon er vanur að storka xG-lögmálunum með því að breyta sæmilegum færum í góð færi en því var öfugt farið í fyrra. Þá „átti“ hann að skora níu mörk samkvæmt xG en gerði aðeins þrjú eins og áður sagði. Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) Eftir rúman áratug í atvinnumennsku sneri Hólmar aftur heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir Vals. Hann byrjaði vel en gaf síðan eftir eins og allt Valsliðið. Það endaði í 6. sæti sem var algjörlega óviðunandi miðað við mannskap. Valur fékk líka á sig 44 mörk, þar af tólf í úrslitakeppni efri hlutans. Arnar Grétarsson virðist hafa tekið varnarleik Vals í gegn og Hólmar er líklegur til að eiga gott sumar í ár. Ingvar Jónsson (Víkingur) Ingvar átti mergjaðan endi á tímabilinu 2021 þar sem Víkingar urðu tvöfaldir meistarar og vítavarsla hans gegn KR-ingum verður auðvitað lengi í minnum höfð. En honum tókst ekki að fylgja því eftir í fyrra. Ingvar átti vissulega góða leiki en þeir voru flestir í Evrópukeppni og í deildinni fékk Víkingur á sig alltof mörg mörk, eða 41. Ingvar þarf að svara fyrir sig í sumar. Joey Gibbs (Stjarnan) Keflvíkingar skoruðu eins og óðir menn í fyrra, alls 56 mörk, þrátt fyrir að Gibbs, þeirra mesti markaskorari undanfarin ár hafi ekki fundið fjölina sína. Ástralinn lék alls 21 leik og skoraði bara fimm mörk. Samkvæmt xG tölfræðinni góðu hefðu þau átt að vera tæplega átta. Gibbs söðlaði um eftir tímabilið og gekk í raðir Stjörnunnar þar sem hann vonast til að finna sig betur en í fyrra. Finnur Tómas Pálmason (KR) Besti ungi leikmaðurinn 2019 hefur ekki alveg náð að fylgja því frábæra sumri nógu vel eftir. Finnur Tómas sneri aftur heim eftir stutta dvöl í atvinnumennsku í Svíþjóð og fór aftur í KR. Hann spilaði allt síðasta tímabil í Vesturbænum en fann sig ekki. Vörn KR var misjöfn og það skrifast að nokkru leyti á frammistöðu Finns sem ætlar væntanlega að sýna betri leiki í sumar. Kyle McLagan (Víkingur) Kyle og Oliver Ekroth fengu það nánast óviðráðanlega verkefni að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen í vörn Víkings. Og þeim fórst það misvel úr hendi. Kyle var besti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar hann lék með Fram en átti frekar erfitt uppdráttar með Víkingi. Þeir rauðu og svörtu vörðu bikarmeistaratitilinn en voru nokkuð langt frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn, aðallega vegna þess að vörnin var ekki jafn sterk og árið á undan. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Eins og svo margir leikmenn FH fann Kristinn Freyr ekki fjölina sína á síðasta tímabili. Hann lék 24 af 27 deildarleikjum FH-inga, skoraði aðeins þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar. Kristinn Freyr er einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn, og jafnvel á þessari öld, og hann getur svo miklu betur en hann sýndi á síðasta tímabili. Hann er nú kominn aftur „heim“ í Val þar sem hann hefur venjulega blómstrað. Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan) Guðmundur átti eins og flestir leikmenn FH erfitt uppdráttar í fyrra enda var liðið hársbreidd frá því að falla í Lengjudeildina. FH-ingar fengu á sig 46 mörk sem var vissulega það minnsta af liðunum í neðri helmingnum en samt of mikið. Eftir tímabilið yfirgaf Guðmundur FH og gekk í raðir Stjörnunnar þar sem hann vonast til að geta spyrnt við fótum. Stefán Árni Geirsson (KR) Ekki vantar hæfileikana hjá Stefáni Árna en hann á enn eftir að fullnýta þá í efstu deild. Hann hefur sýnt brot og brot en aldrei náð heilu góðu tímabili. Og hann var ansi langt frá því í fyrra. KR-ingar náðu engu flugi sem lið og sömu sögu er að segja af Stefáni Árna sem skoraði aðeins þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í Bestu deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson (KA) KA átti frábært tímabil í fyrra og náði sínum næstbesta árangri í sögu félagsins. Vörnin var sterk og sóknin beitt þótt Ásgeir hafi ekki átt sitt besta tímabil. Hann lék nítján leiki í Bestu deildinni og skoraði aðeins tvö mörk. Samkvæmt xG tölfræðinni hefðu þau átt að vera sex. Ásgeir var og getur enn verið einn skeinhættasti sóknarmaður deildarinnar en meiðsli hafa hægt verulega á honum sem er miður. KA þarf á honum að halda, sérstaklega þar sem markahæsti og besti leikmaður síðasta tímabils, Nökkvi Þeyr Þórisson, er horfinn á braut. Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Steven Lennon (FH) Lennon skoraði vissulega sitt hundraðasta mark í efstu deild á síðasta tímabili og komst þar með í góðan hóp. En mörkin hans voru aðeins þrjú í 24 leikjum fyrir FH sem hélt sér uppi á markatölu. Lennon er vanur að storka xG-lögmálunum með því að breyta sæmilegum færum í góð færi en því var öfugt farið í fyrra. Þá „átti“ hann að skora níu mörk samkvæmt xG en gerði aðeins þrjú eins og áður sagði. Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) Eftir rúman áratug í atvinnumennsku sneri Hólmar aftur heim fyrir síðasta tímabil og gekk í raðir Vals. Hann byrjaði vel en gaf síðan eftir eins og allt Valsliðið. Það endaði í 6. sæti sem var algjörlega óviðunandi miðað við mannskap. Valur fékk líka á sig 44 mörk, þar af tólf í úrslitakeppni efri hlutans. Arnar Grétarsson virðist hafa tekið varnarleik Vals í gegn og Hólmar er líklegur til að eiga gott sumar í ár. Ingvar Jónsson (Víkingur) Ingvar átti mergjaðan endi á tímabilinu 2021 þar sem Víkingar urðu tvöfaldir meistarar og vítavarsla hans gegn KR-ingum verður auðvitað lengi í minnum höfð. En honum tókst ekki að fylgja því eftir í fyrra. Ingvar átti vissulega góða leiki en þeir voru flestir í Evrópukeppni og í deildinni fékk Víkingur á sig alltof mörg mörk, eða 41. Ingvar þarf að svara fyrir sig í sumar. Joey Gibbs (Stjarnan) Keflvíkingar skoruðu eins og óðir menn í fyrra, alls 56 mörk, þrátt fyrir að Gibbs, þeirra mesti markaskorari undanfarin ár hafi ekki fundið fjölina sína. Ástralinn lék alls 21 leik og skoraði bara fimm mörk. Samkvæmt xG tölfræðinni góðu hefðu þau átt að vera tæplega átta. Gibbs söðlaði um eftir tímabilið og gekk í raðir Stjörnunnar þar sem hann vonast til að finna sig betur en í fyrra. Finnur Tómas Pálmason (KR) Besti ungi leikmaðurinn 2019 hefur ekki alveg náð að fylgja því frábæra sumri nógu vel eftir. Finnur Tómas sneri aftur heim eftir stutta dvöl í atvinnumennsku í Svíþjóð og fór aftur í KR. Hann spilaði allt síðasta tímabil í Vesturbænum en fann sig ekki. Vörn KR var misjöfn og það skrifast að nokkru leyti á frammistöðu Finns sem ætlar væntanlega að sýna betri leiki í sumar. Kyle McLagan (Víkingur) Kyle og Oliver Ekroth fengu það nánast óviðráðanlega verkefni að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen í vörn Víkings. Og þeim fórst það misvel úr hendi. Kyle var besti leikmaður Lengjudeildarinnar þegar hann lék með Fram en átti frekar erfitt uppdráttar með Víkingi. Þeir rauðu og svörtu vörðu bikarmeistaratitilinn en voru nokkuð langt frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn, aðallega vegna þess að vörnin var ekki jafn sterk og árið á undan. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Eins og svo margir leikmenn FH fann Kristinn Freyr ekki fjölina sína á síðasta tímabili. Hann lék 24 af 27 deildarleikjum FH-inga, skoraði aðeins þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar. Kristinn Freyr er einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn, og jafnvel á þessari öld, og hann getur svo miklu betur en hann sýndi á síðasta tímabili. Hann er nú kominn aftur „heim“ í Val þar sem hann hefur venjulega blómstrað. Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan) Guðmundur átti eins og flestir leikmenn FH erfitt uppdráttar í fyrra enda var liðið hársbreidd frá því að falla í Lengjudeildina. FH-ingar fengu á sig 46 mörk sem var vissulega það minnsta af liðunum í neðri helmingnum en samt of mikið. Eftir tímabilið yfirgaf Guðmundur FH og gekk í raðir Stjörnunnar þar sem hann vonast til að geta spyrnt við fótum. Stefán Árni Geirsson (KR) Ekki vantar hæfileikana hjá Stefáni Árna en hann á enn eftir að fullnýta þá í efstu deild. Hann hefur sýnt brot og brot en aldrei náð heilu góðu tímabili. Og hann var ansi langt frá því í fyrra. KR-ingar náðu engu flugi sem lið og sömu sögu er að segja af Stefáni Árna sem skoraði aðeins þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar í Bestu deildinni. Ásgeir Sigurgeirsson (KA) KA átti frábært tímabil í fyrra og náði sínum næstbesta árangri í sögu félagsins. Vörnin var sterk og sóknin beitt þótt Ásgeir hafi ekki átt sitt besta tímabil. Hann lék nítján leiki í Bestu deildinni og skoraði aðeins tvö mörk. Samkvæmt xG tölfræðinni hefðu þau átt að vera sex. Ásgeir var og getur enn verið einn skeinhættasti sóknarmaður deildarinnar en meiðsli hafa hægt verulega á honum sem er miður. KA þarf á honum að halda, sérstaklega þar sem markahæsti og besti leikmaður síðasta tímabils, Nökkvi Þeyr Þórisson, er horfinn á braut.
Besta deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira