Brúar dómsmálaráðherra bilið? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. mars 2023 07:30 Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fæðingarorlof Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Meðalaldur barna við innritun á leikskóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuðir og þrátt fyrir fögur fyrirheit hefur meirihlutanum í borginni ekki tekist að lækka innritunaraldurinn svo neinu nemi; það er staðan. Samtímis berast fregnir af því að fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við fleiri börnum í haust vegna slælegs ástands skólahúsnæðis. Þannig hefur Reykjavíkurborg þurft að loka 25 af 67 skólum Reykjavíkur, að hluta til eða öllu leyti, eða gæti þurft að loka fyrr en varir vegna ástands fasteignanna. Það er óhætt að segja að neyð ríki í skólamálum í Reykjavík. Foreldrar ungra barna eru orðnir örvæntingarfullir og segja öllu fögru lofað, en ekki við neitt staðið. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur bent á margþættar lausnir við leikskólavandanum og lagt fram fjölbreyttar og nýstárlegar aðferðir til að leysa vandann. Þessi vandi varð einmitt kveikjan að fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið að ári liðnu. Fjölmargir foreldrar hafa nefnilega gripið til þess ráðs að gera samning um vistráðningu (au pair) til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Hér eru slíkum samningur settar þrengri skorður en sambærilegum samningum t.d. í Danmörku. Því var ánægjulegt að sjá frumvarp frá dómsmálaráðherra varðandi þetta atriði í samráðsgátt. Þar er lögð til heimild til endurnýjunar til eins árs til handa dvalarleyfishöfum sem hér dvelja vegna vistráðningar. Mér hafa einnig borist ábendingar um langan afgreiðslutíma umsókna um dvalarleyfi vegna vistráðningar frá ríkjum utan EES-svæðisins. Ég hef því sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um þetta og hvort ráðherrann hyggist skoða eða beita sér fyrir styttingu afgreiðslutímans. Ég veit ekki um ykkur, en ég hef meiri trú á aðkomu og verkum dómsmálaráðherra til að brúa bilið og auðvelda foreldrum ungra barna í Reykjavík lífið. Verkin tala nefnilega. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar