Lausaganga í heimasveitum er þrautaganga Kristín Magnúsdóttir skrifar 15. mars 2023 15:00 Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár. Frægt er að „laumað“ var í lög um búfjárhald árið 2002 ákvæðum sem virtust gefa kindum á flækingi beitarrétt í annarra manna heimalöndum, ef löndin væru ekki girt vottuðum girðingum og auglýst friðuð í Stjórnartíðindum. Þá leið ágangsbændum vel – og stukku jafnvel til og létu setja í fjallskilasamþykktir að menn mættu ekki ónáða kindurnar þeirra þegar þær gerðu sig heimakomna í heimalöndum þeirra. Þannig segir í 11. gr. Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur: Óheimilt er að valda búpeningi í ógirtum heimalöndum ónæði, allt frá því fé er sleppt að vori til fyrstu gangna. Þessi texti lýsir vel hvernig sumir kindaeigendur virðast líta á allan gróður sem sinn gróður og öll lönd sem sín lönd. Gamanið tók af þegar Umboðsmaður Alþingis kvað upp úr í áliti í október 2022 að „lauman“ stæðist ekki eignarréttarákvæði Stjórnarskrár lýðveldisins og um ágangsmál giltu því áfram lög um afréttamálefni nr. 6/1986. Þau lög voru fyrst sett árið 1969 og voru byggð á þeim rétti sem verið hafði við lýði hér á landi frá fornu fari. Og hvað skyldu svo lögin, sem Umboðsmaður Alþingis vill meina að gildi í ágangsmálum, segja um svokallaða „lausagöngu“ búfjár í heimasveitum? Því er fljótsvarað; ekki neitt! Orðið „lausaganga“ finnst ekki í lögunum. Aftur á móti er í þeim lögum heill kafla um úrræði landeigenda við ágangi búfjár í heimasveitum. Og þar segir í 33. gr.: Nú verður ágangur búfjár úr einu heimalandi í annað, og getur þá sá, er fyrir verður, kært til hreppstjóra. Stafi ágangurinn af búfé, sem vanrækt hefur verið að reka á fjall eftir fyrirmælum fjallskilasamþykktar, ber hreppsnefnd að sjá um, að eigendur reki fénaðinn til afréttar. Vanræki þeir það, lætur hún reka á þeirra kostnað. Stafi ágangur hins vegar af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda. Svo mörg eru þau orð. Beitarþjófnaður hefur verið ólöglegur á Íslandi frá Þjóðveldisöld og lagaákvæði þess efnis í Grágás og seinna í Jónsbók og í réttarbót Magnúsar konungs. Sauðfjáreigendur þurfa ekki að halda kindum sínum innan fjárheldra girðinga í heimasveitum, ef sveitastjórn krefst þess ekki, en þeir verða að gæta þess að skepnurnar þeirra fari ekki þangað þar sem þær mega ekki vera. Á þeim hvílir skyldur smalans, sem gætti ánna í seljum í aldir. Að halda því fram að eigendur kinda séu frjálsir af skaða og skemmdum sem búfé þeirra veldur í annarra manna heimalöndum, er óskhyggja ágangseigenda og launaðra talsmanna þeirra. Þannig hefur það aldrei verið, er ekki og verður aldrei á meðan 72. gr. Stjórnarskrárinnar er eins og hún er. Sama hvað reynt verður að plotta og potast í stjórnmálamönnum og stjórnsýslu – þá verður því tæplega breytt. Um það vitna örlög „laumunnar“, sem átti að gera Ísland að einum stórum kindahaga. Henni var einfaldlega hent í ruslið. Höfundur er lögfræðingur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun