Gera ráð fyrir þjóðarhöll í deiliskipulagsbreytingu Máni Snær Þorláksson skrifar 15. mars 2023 15:53 Umrædd þjóðarhöll á að rísa á svæðinu í kringum Laugardalshöllina. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir Laugardal. Breytingin felur í sér rými fyrir þjóðarhöll en hámarks byggingarmagn hallarinnar er nítján þúsund fermetrar. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira
Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð og byggingarreitur Laugardalshallar stækki og að innan reitsins sé gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Önnur lóð minnkar í breytingunni og er þá framlengdur Vegmúli í Laugardal og lóð fyrir bílakhallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR felld úr skipulaginu. Fram kemur í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að umrædd þjóðarhöll eigi að verða áberandi í umhverfi Laugardalsins. Áhersla verði lögð á vandaða byggingarlist og hönnun byggingarinnar á að fara í gegnum viðurkennt umhverfisvottunarferli. Skjáskot úr deiliskipulaginu.Landslag Gert er ráð fyrir því að aðalgólf Laugardalshallar, frjálsíþróttahallar og þjóðarhallar verði öll í sömu hæð. Vegna aðstæðna í landi mun Þjóðarhöllin því grafast að hluta til inn í hæðarmun frá Laugardalshöll upp að samgöngustíg. Byggt yfir 140 bílastæði Tekið er fram í tilkynningunni að mikilvægt sé að horfa til væntanlegrar borgarlínustöðvar á Suðurlandsbraut þegar staðsetning aðalinnganga verður ákveðin. „Sérstaklega skal huga að leiðum frá fyrirhugaðri borgarlínustöð á Suðurlandsbraut bæði að nýrri Þjóðarhöll og öðru aðdráttarafli í Laugardal. Aðkomuleiðir að þjóðarhöllinni verða greiðar fyrir gangandi frá borgarlínustöð og aðgengilegar öllum,“ segir í tilkynningunni. Byggingarreitur þjóðarhallar fer yfir alls 140 bílastæði sem staðsett eru á svæðinu. Fram kemur að ekki sé gert ráð fyrir að bæta þau stæði upp með nýjum stæðum annars staðar á lóðinni. „Fellur það að hugmyndum um að draga úr bílaumferð í Laugardal og leggja auknar áherslur á vistvæna samgöngumáta. Borgarlínustöðin gegnir þar lykilhlutverki.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Sjá meira