Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 22:45 JK Rowling er ekki háttskrifuð í bókum Sjóns. Getty/samsett Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri. Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn. Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Sjón gagnrýndi Rowling í tísti í kvöld og vísar til ummæla sem breski rithöfundurinn lét falla í hlaðvarpsþætti um að tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort að hún hafi rangt fyrir sér um transfólk. Í sama þætti sagðist hún hafa vitað að það ætti eftir að fara illa í aðdáendur bókanna um Harry Potter að hún æði inn í umræðu um réttindi transfólks á sínum tíma. „JK Rowling getur leyft sér þann munað að segja að „tíminn leiði í ljós hvort ég hafi á röngu að standa“ á meðan transfólk neyðist til þess að búa við aðsteðjandi hættu á að það missi ekki aðeins mannréttindi sín heldur líf sitt vegna þess að heimtufrekt (e. entitled) fólk eins og hún er kerfisbundið að afmennska það,“ tísti Sjón á ensku. JK Rowling has the luxury of saying time will tell whether I ve got this wrong , while trans people are forced to live with the imminent danger of not only losing their human rights but also their lives because entitled people like her are systematically dehumanising them.— Sjón (@Sjonorama) March 15, 2023 Rowling hefur sætt harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína til transfólks og transkvenna sérstaklega. Hún hefur ítrekað gefið í skyn að transkonur séu hættulegar öðrum konum og sagt að transkonur séu ekki konur. Leikararnir sem túlkuðu aðalpersónurnar í kvikmyndunum um Harry Potter eru á meðal þeirra sem hafa lýst sig ósammála Rowling opinberlega. Stormurinn í kringum Rowling geisar í skugga harðnandi orðræðu um hinsegin fólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í hlaðvarpinu líkti Rowling baráttufólki fyrir réttindum transfólks við svonefndar násugur úr Potter-bókunum, hóp illra seiðkarla og kvenna sem Potter þarf að glíma við. „Ég er að berjast gegn því sem ég tel öfluga og lævíslega hreyfingu sem hatar konur og sem hefur orðið gríðarlega ágegnt á mjög áhrifamiklum sviðum samfélagsins,“ sagði rithöfundurinn.
Hinsegin Menning Bókmenntir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira