Stjórnvöld í Bandaríkjunum hóta að banna TikTok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 07:28 TikTok er gríðarvinsælt í Bandaríkjunum og víðar. Getty/Anadolu Agency/Celal Gunes Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hótað því að banna samfélagsmiðilinn TikTok ef kínverskir fjárfestar selja ekki hlut sinn í fyrirtæknu. Áhyggjur eru uppi um að gögn fyrirtækisins endi í höndum yfirvalda í Kína. Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira