Geimveruneglur það nýjasta í naglatískunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. mars 2023 12:01 Anne Hathaway er ein af þeim sem hefur komið geimverunöglunum á kortið. Getty/Instagram Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga. Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Textaverkaæði í poppinu Lífið Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Leikkonan og tískudrottningin Anne Hathaway sást skarta nöglunum á tískusýningu Versace nú á dögunum. Hathaway var ein af þeim útvöldu sem fékk boð á sýninguna og er óhætt að segja hún hafi stolið senunni með eitursvölu lúkki sínu. Augljóst er að hún hafði hugsað út í hvert einasta smáatriði eins og neglurnar, sem voru stílhreinar en frumlegar. View this post on Instagram A post shared by Anne Hathaway (@annehathaway) Það var Tom Bachik, einn eftirsóttasti naglafræðingur stjarnanna, sem gerði neglur Hathaway fyrir viðburðinn. Hann kallar þetta útlit „nailien“ eða geimveruneglur. Þegar fólk heyrir orðið geimveruneglur hugsa eflaust einhverjir um eiturgrænar neglur með myndum af litlum geimverum. Það er þó alls ekki raunin, því hér er um að ræða glærar og stílhreinar neglur sem útfæra má á ýmsan hátt. „Hugmyndin var að lengja neglurnar og búa til nútímalegt „french“. Ég ákvað að prófa að segja glærar gervineglur yfir krómuðu neglurnar sem hún var með, til að sjá hvort ég kæmist upp með það að sleppa því að taka þær af. Bæði passaði þetta fullkomlega og útkoman var ótrúleg,“ segir Bachik í samtali við tímaritið Allure. View this post on Instagram A post shared by Nails (@tombachik) Euphoria-leikkonan Hunter Schafer var ekki lengi að hoppa á vagninn, því hún skartaði samskonar nöglum á Óskarsverðlaununum nokkrum dögum seinna. Það er óhætt að segja að Schafer hafi átt eitt eftirminnilegasta lúkk hátíðarinnar en hún klæddist hvítu pilsi að neðan og engu nema hvítri fjöður að ofan. Hún setti svo punktinn yfir i-ið með samskonar nöglum og Hathaway skartaði á tískusýningunni. Hægt er að fletta hér að neðan til þess að sjá betri mynd af nöglunum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails) Það var naglafræðingurinn Sojin Oh sem gerði neglur Schafer fyrir kvöldið. Hún hefur gert neglur á margar af helstu stjörnum Hollywood, þar á meðal Kim Kardashian. Við nánari skoðun á Instagram-reikningum hjá naglafræðingum stjarnanna má sjá að glærar neglur í hinum ýmsu útfærslum eru það allra heitasta um þessar mundir. Hægt er að skreyta þær með demöntum eða steinum líkt og Schafer eða leika sér með krómliti undir líkt og Hathaway. Hver og einn getur útfært þetta eftir sínum smekk og ætti þessi nýja tíska því að henta flestum. View this post on Instagram A post shared by (@sojinails)
Hár og förðun Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Textaverkaæði í poppinu Lífið Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Náðu fram heitasta naglatrendinu með vörum sem þú átt nú þegar til í snyrtibuddunni Þeir sem fylgjast vel með í heimi tísku og förðunar hafa varla látið hinar vinsælu Hailey Bieber-neglur framhjá sér fara. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa trends og því vel við hæfi að fara yfir fara yfir það hvernig hægt er að ná fram þessu lúkki heima, með vörum sem ættu að vera til í flestum snyrtibuddum. 17. september 2022 07:00