Innlent

Íslensk vegabréf í 21. sæti

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Listinn heldur utan þau lönd þar sem ríkisborgarar geta komist til með vegabréfum landa sinna án þess að þurfa sérstaka vegabréfsáritun.
Listinn heldur utan þau lönd þar sem ríkisborgarar geta komist til með vegabréfum landa sinna án þess að þurfa sérstaka vegabréfsáritun. Vísir/Stefán

Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast til 147 landa án þess að þurfa til þess fyrirframfengna vegabréfsáritun („visa“). Þá geta handhafar íslenskra vegabréfa ferðast til 28 landa án þess að framvísa vegabréfi.

Íslenska vegabréfið er í 21. sæti á svokallaðri vegabréfsvísitölu Visa Guide. Vísitalan er ný af nálinni og er yfirgripsmeiri og nákvæmari en aðrar, og tekur tillit til fleiri þátta. Schengen Visa News greinir frá.

Listinn heldur utan þau lönd þar sem ríkisborgarar geta komist til með vegabréfum landa sinna án þess að þurfa sérstaka vegabréfsáritun.

Japan trónir efst á listanum og Singapúr er í öðru sæti. Ítalía er í þriðja sæti og Þýskaland er í fjórða sæti. Þá er Spánn í fimmta sæti á listanum.

Hin Norðurlöndin skora töluvert hærra en Ísland. Svíþjóð er í sjötta sæti,  Finnland í sjöunda sæti og Danmörk í áttunda sæti. Þá er Noregur í 12.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×