CERT-IS varar við vefveiðum í gegnum smáskilaboð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2023 06:42 Gott getur verið að skoða vel vefslóðina sem beint er á. CERT-IS Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks. „Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS. Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
„Svindlið lýsir sér þannig að viðtakandinn fær SMS skilaboð sem líta út fyrir að vera frá þekktum innlendum þjónustuaðila um að bregðast þurfi við einhverju í flýti. Skilaboðunum fylgir hlekkur sem viðtakandinn verður að smella á til að bregðast við. Þegar smellt er á hlekkinn opnast svikasíða sem er nánast fullkomið afrit af síðum þekktra þjónustuaðila. Þar er viðtakandinn beðinn um ýmiskonar upplýsingar, oft kortaupplýsingar og símanúmer,“ segir í tilkynningu á vef CERT-IS. CERT-IS Þegar verið er að fiska eftir rafrænum skilríkjum fólks fara svikin þannig fram að fólk er beðið um símanúmer og seinna um að staðfesta beiðni með rafrænum skilríkjum í eigin síma. „Á sama tíma er árásaraðilinn að senda beiðni um innskráningu inn í heimabanka og með staðfestingu á rafrænum skilríkjum er árásaraðilinn kominn inn í heimabanka viðtakandans.“ Í heimabankanum getur árásaraðilinn millifært af reikningum og notað kreditkort og um leið og raunverulegur eigandi reynir að loka kortum sínum getur hinn óprúttni aðili opnað þau aftur, þar sem hann er kominn inn í heimabankann. „Um er að ræða vel skipulagðar og fágaðar herferðir sem notast við trúverðugar aðferðir til þess að lokka fólk til að samþykkja rafræn skilríki. Ekki er unnt að útiloka að fleiri slíkar svikaherferðir munu herja á íslenskt netumdæmi á komandi vikum. CERT-IS hefur átt í góðu samstarfi við hagsmunaaðila og fjarskiptafélög um að bregðast hratt og vel við þegar slíkar svikaherferðir fara af stað til að koma í veg fyrir útbreiðslu og lágmarka skaða.“ CERT-IS beinir því til fólks að vera á varðbergi og hugsa sig tvisvar um áður en það fylgir leiðbeiningum sem berast með SMS. Gott er að skoða hvaðan skilaboðin eru að koma, úr hvaða númeri, og gaumgæfa skilaboðin sjálf; leita eftir lélegu málfari og/eða stafsetningu. Þá ber að skoða vefslóðina sem beint er á. „Í vafa er gott er að leita álits með því að spyrja vin eða hringja í þjónustuna til að sannreyna að um raunveruleg skilaboð sé að ræða,“ segir CERT-IS.
Tölvuárásir Netöryggi Netglæpir Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira