Opinbert starfsfólk færist úr lokuðum skrifstofum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 11:41 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar. Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað. Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými. Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar, segir að á undanförnum árum hafi margt breyst þegar kemur að vinnuaðstöðu opinberra starfsmanna. „Fyrir tuttugu árum þá var tölvan bara tíu kílóa hlunkur sem þurfti sitt skrifborð, svo var skjárinn eins og túbusjónvarp og margir þurftu að hafa prentara á borðinu, eiginlega allir voru að vinna með mjög mikinn pappír. Að sama skapi þá voru störfin allt öðruvísi líka, það var miklu algengara að fólk væri að vinna við að gera sama hlutinn aftur og aftur. Nú er unnið miklu meira í teymum,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Viðmiðin taki til allra stofnanna Karl segir að því sé mikilvægt að vinnuaðstaða fólks sé sveigjanleg. „Að þú sért ekki bundinn við það að vera einn inni í tuttugu og fimm fermetra rými heldur getir verið með aðstöðu sem hentar því verkefni sem þú ert að fást við hverju sinni,“ segir hann. Viðmið fjármálaráðuneytisins eiga við um allar opinberar stofnanir og að sögn Karls ganga þau út á þetta, að starfsmenn séu alltaf með þá aðstöðu sem hentar hverju verkefni. „Viðmiðin taka til allra stofnana, það eru auðvitað undantekningar líka en það þarf þá að vera vel rökstutt. Ef einhver þarf einkaskrifstofu, það getur verið af persónulegum ástæðum eða í eðli starfsins, en meginreglan er sú að skrifstofufólk sem vinnur hjá hinu opinbera vinni í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem það hefur aðgang að mismunandi tegundum rýma til þess að vinna þau ólíku störf sem þarf að leysa af hendi.“ Mótmæla nýrri aðstöðu Ekki taka þó allir opinberir starfsmenn þessum breytingum með opnum armi. Arngrímur Vídalín Stefánsson, lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, hóf undirskriftasöfnun til að mótmæla því að akademískt starfsfólk háskólans myndi missa einkaskrifstofur sínar. „Það er ekki hægt að bjóða háskólakennurum upp á þá húsnæðisstefnu sem stjórnvöld hafa sett sér og við munum ekki láta hana yfir okkur ganga,“ segir í undirskriftasöfnuninni sem rúmlega 460 manns hafa skrifað undir þegar þessi frétt er birt. Í viðtali við mbl.is lýsti Arngrímur svo til að mynda áhyggjum af bókunum sem hann notar til sinna rannsókna. Hann sé með átta bókahillur á skrifstofunni sinni sem séu allar fullar af bókum sem hann þarf á að halda á hverjum degi. Nóg pláss fyrir bókahillurnar Karl ræddi um þessi mótmæli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að Arngrímur þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að bækurnar komist ekki fyrir í nýju rými. „Nú þekki ég Hús íslenskunnar örugglega betur en flestir og þar eru bara bókahillur úti um alla ganga. Það verður enginn vandi að koma þessum átta bókahillum Arngríms Vídalín fyrir í Húsi íslenskunnar.“ Hann benti þá á að ef starfsmenn þurfa næði þá geti þeir nýtt svokölluð næðisrými.
Rekstur hins opinbera Háskólar Vinnustaðurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira