Þórir: Hafði tilfinningu fyrir því að Jón Þórarinn myndi eiga góðan leik í markinu Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2023 21:30 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur kvöldsins gegn Val Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var í skýjunum með tveggja marka sigur á Val 33-31. Þetta var fimmti heimasigur Selfoss í röð og var Þórir afar ánægður með frammistöðuna. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira
„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Strákarnir sýndu það fyrir sjálfum sér að þeir geta spilað hörku handbolta á báðum endum vallarins og það var liðsheildin sem vann þennan leik,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leik. Selfyssingar voru frábærir í fyrri hálfleik og komust mest sjö mörkum yfir. Heimamenn skoruðu 21 mark og var staðan 21-15 í hálfleik. „Ég átti ekki von á því að vera sjö mörkum yfir á tímabili í fyrri hálfleik. Við vorum virkilega ánægðir með fyrri hálfleikinn en við vissum að Valsarar gátu étið upp forskotið á stuttum tíma sem þeir gerðu undir lokin en okkur tókst að standast það og héldum stigunum tveimur hér heima.“ Þegar átta mínútur voru eftir voru Selfyssingar sjö mörkum yfir 32-25 en á ótrúlegan hátt tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark. Þórir var samt ánægður með að nær komst Valur ekki og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur. „Við vorum að hika og verja forskotið sem maður á ekki að gera. Við fórum að tapa boltanum og Valur refsaði okkur fyrir það.“ „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Valur er með frábært lið og við vissum að þetta yrði virkilega erfiður leikur. Við undirbjuggum okkur vel og mættum klárir í leikinn og strákarnir eiga hrós skilið.“ Jón Þórarinn Þorsteinsson, markmaður Selfyssinga, byrjaði leikinn í staðinn fyrir Vilius Rasimas. Jón Þórarinn þakkaði traustið og fór á kostum þar sem hann varði 20 bolta. „Hann er búinn að vera að æfa vel og verja á æfingum. Ég hafði tilfinningu fyrir því að hann myndi eiga góðan leik í kvöld og það var frábært fyrir hann að standa sýna það,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Sjá meira