„Skrípaleikur“ Sigmars Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2023 07:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Starfsemi Lindarhvols Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun