Það voru þeir Amine Bassi og Hector Herrera sem sáu um markaskorun Houston Dynamo í nótt. Bassi kom liðinu í forystu á 71. mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Herrera gerði út um leikinn þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka.
Þorleifur sat allan tíman á varamannabekk Houston-liðsins, en þetta var fyrsti sigur þeirra á tímabilinu. Liðið situr nú í áttunda sæti Vesturdeildar MLS-deildarinnar með þrjú stig eftir jafn marga leiki.