Grófu undan endurkjöri Carters og spiluðu með líf fimmtíu og tveggja gísla Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2023 16:52 Ronald Reagan, Nancy Reagan, Rosalynn Carter og Jimmy Carter árið 1986. Getty/Rick Diamond Fyrir rúmum fjórum áratugum tóku Demókratar á vegum Repúblikanans Ronalds Reagans þátt í því að koma í veg fyrir endurkjör Jimmy Carter, þáverandi forseta, með því að spila með líf 52 bandarískra gísla í Íran. Maður sem heitir Ben Barnes viðurkenndi nýverið að hann hefði tekið þátt í þessu verkefni. Barnes sagði í samtali við New York Times að hann hefði farið til Mið-Austurlanda með John B. Connally Jr. sem þá var læriföður hans og umsvifamikill maður í bandarískum stjórnmálum. Hann hafði verið ríkisstjóri Texas og hafði þjónað þremur forsetum Bandaríkjanna. Þar flökkuðu þeir milli höfuðborga ríkja og báðu yfirvöld þar um að koma skilaboðum til Teheran. Þau væru að Íranar ættu ekki að semja við Carter um lausn gíslanna, því Reagan myndi bjóða þeim betra tilboð. Barnes sagði að Connally hafi viljað hjálpað Reagan að sigra Carter og hann hafi þar að auki viljað verða utanríkisráðherra eða varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Reagans. Connally fékk boð um að verða orkumálaráðherra í ríkisstjórn Reagans en hafnaði því. Var haldið föngum í rúmt ár Forsögu málsins má rekja til þess þegar íranskir mótmælendur, sem nutu stuðnings nýrra stjórnvalda í Íran, brutu sér leið inn í sendiráð Bandaríkjanna í Teheran þann 4. nóvember 1979. Gíslunum var haldið í rúmt ár og hefur það að Jimmy Carter tókst ekki að tryggja frelsi þeirra verið talið ein stærsta ástæða þess að hann náði ekki endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember 1980. Carter sem er 98 ára gamall er nú sagður liggja banaleguna. Banes, sem er 85 ára, segir það hafa skipt hann miklu máli varðandi þá ákvörðun að stíga fram og segja þessa sögu. Hann hefur í gegnum árin verið áhrifamikill í Texas og var til að mynda yngsti þingforseti ríkisins og aðstoðarríkisstjóri. Það var hann sem hjálpaði ungum George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að ganga til liðs við þjóðvarðlið Texas á sínum tíma og þar með komast hjá því að vera sendur til Víetnam. Sleppt sama dag og Reagn tók við Barnes sagði að eftir að hann og Connally lentu aftur í Bandaríkjunum hafi hann og Connally farið á fund William J. Casey, kosningastjóra Reagans sem varð seinna meir yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Tekið er fram í grein NYT að erfitt sé að staðfesta margt af því sem Barnes sagði. Flestir sem að málinu komu séu dánir og hann hafi ekki haldið dagbækur eða skrifað neitt hjá sér. Hann sagðist þó hafa sagt fjórum lifandi mönnum frá þessu í gegnum árin og þeir staðfestu allir að þeir hefðu heyrt söguna. Þá sýna skjöl úr safni Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta, að Connally ferðaðist í júlí árið 1980 frá Houston til Jórdaníu, Sýrlands, Líbanon, Sádi-Arabíu, Egyptalands og Ísraels og að Barnes hafi verið með honum í för. Óljóst er hvort að þessi skilaboð bárust nokkurn tímann til yfirvalda í Íran og hvort Reagan sjálfur hafi haft hugmynd um tilgang ferðarinnar. Íranar héldu gíslunum þó þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember 1980 og slepptu þeim nokkrum mínútum eftir hádegi, þann 20. janúar 1981, daginn sem Carter yfirgaf Hvíta húsið og embættistaka Reagans fór fram. Lengi með grunsemdir Æðstu menn úr liði Carters hefur lengi grunað að Reagan eða menn á hans vegum hafi truflað viðræður forsetans við ráðamenn í Íran á sínum tíma. Gary Sick, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Carters, birti svo árið 1991 grein í New York times þar sem hann hélt þessu fram og skrifaði hann svo bók í kjölfarið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Casey, áðurnefndur kosningastjóri Reagans, hafi fundað með erindrekum frá Íran í ágúst og í október 1980. Þeir hafi samið um að ríkisstjórn Reagans myndi senda Írönum vopn í skiptum fyrir að gíslunum yrði sleppt eftir kosningarnar. Málið var rannsakað af báðum deildum Bandaríkjaþings en rannsóknarnefnd Fulltrúadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu að Casey hefði ekki verið í Madríd þegar hann átti að hafa rætt við írönsku erindrekana. Þá fundust ekki opinber gögn sem studdu þessar ásakanir. Sick sagði í samtali við NYT að hann hefði aldrei heyrt af því að Connally hefði komið að þessu máli. Honum fannst saga Barnes áhugaverð og sagði hana styðja margt af því sem hann hélt fram á sínum tíma. Það að Connally hefði farið á fund Casey um leið og hann kom aftur til Bandaríkjanna væri mjög þýðingarmikið. Orðið sakbitnari í gegnum árin Bæði Connally og Barnes voru í Demókrataflokknum á þessum tíma, eins og Jimmy Carter. Connally var mjög áhrifamikill, eins og hefur áður komið fram. Hann stafaði lengi fyrir Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta, og svo fyrir John F. Kennedy, sem varð einnig forseti. Connally sat andspænis Kennedy þegar hann var skotinn til bana í bíl sínum í Dallas í Texas árið 1963. Connally var þá ríkisstjóri Texas. Barnes sagðist ekki hafa vitað um tilgang ferðar þeirra til Mið-Austurlanda á sínum tíma. Það hafi ekki verið fyrr en þeir settust niður með fyrsta þjóðarleiðtoganum sem Barnes komst að tilgangi ferðarinnar. Hann segir að Connally hafi sagt þeim leiðtogum sem þeir hittu að Reagan myndi vinna kosningarnar og að þeir þyrftu að koma þeim skilaboðum til Írans að það væri betra að bíða með að sleppa gíslunum þar til eftir kosningarnar. Barnes sagðist hafa óttast að segja þessa sögu en í gegnum árin hafi hann orðið sífellt sakbitnari. Það og með tilliti til þess að Carter ætti líklega stutt eftir ólifað fékk hann til að vilja segja frá ferðinni opinberlega í fyrsta sinn. Hann sagðist vilja að sagan sýndi að illa hefði verið farið með Carter. „Hann átti ekki séns með þessa gísla í sendiráðinu í Íran,“ sagði Barnes. Bandaríkin Íran Jimmy Carter Ronald Reagan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Barnes sagði í samtali við New York Times að hann hefði farið til Mið-Austurlanda með John B. Connally Jr. sem þá var læriföður hans og umsvifamikill maður í bandarískum stjórnmálum. Hann hafði verið ríkisstjóri Texas og hafði þjónað þremur forsetum Bandaríkjanna. Þar flökkuðu þeir milli höfuðborga ríkja og báðu yfirvöld þar um að koma skilaboðum til Teheran. Þau væru að Íranar ættu ekki að semja við Carter um lausn gíslanna, því Reagan myndi bjóða þeim betra tilboð. Barnes sagði að Connally hafi viljað hjálpað Reagan að sigra Carter og hann hafi þar að auki viljað verða utanríkisráðherra eða varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Reagans. Connally fékk boð um að verða orkumálaráðherra í ríkisstjórn Reagans en hafnaði því. Var haldið föngum í rúmt ár Forsögu málsins má rekja til þess þegar íranskir mótmælendur, sem nutu stuðnings nýrra stjórnvalda í Íran, brutu sér leið inn í sendiráð Bandaríkjanna í Teheran þann 4. nóvember 1979. Gíslunum var haldið í rúmt ár og hefur það að Jimmy Carter tókst ekki að tryggja frelsi þeirra verið talið ein stærsta ástæða þess að hann náði ekki endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember 1980. Carter sem er 98 ára gamall er nú sagður liggja banaleguna. Banes, sem er 85 ára, segir það hafa skipt hann miklu máli varðandi þá ákvörðun að stíga fram og segja þessa sögu. Hann hefur í gegnum árin verið áhrifamikill í Texas og var til að mynda yngsti þingforseti ríkisins og aðstoðarríkisstjóri. Það var hann sem hjálpaði ungum George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að ganga til liðs við þjóðvarðlið Texas á sínum tíma og þar með komast hjá því að vera sendur til Víetnam. Sleppt sama dag og Reagn tók við Barnes sagði að eftir að hann og Connally lentu aftur í Bandaríkjunum hafi hann og Connally farið á fund William J. Casey, kosningastjóra Reagans sem varð seinna meir yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Tekið er fram í grein NYT að erfitt sé að staðfesta margt af því sem Barnes sagði. Flestir sem að málinu komu séu dánir og hann hafi ekki haldið dagbækur eða skrifað neitt hjá sér. Hann sagðist þó hafa sagt fjórum lifandi mönnum frá þessu í gegnum árin og þeir staðfestu allir að þeir hefðu heyrt söguna. Þá sýna skjöl úr safni Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta, að Connally ferðaðist í júlí árið 1980 frá Houston til Jórdaníu, Sýrlands, Líbanon, Sádi-Arabíu, Egyptalands og Ísraels og að Barnes hafi verið með honum í för. Óljóst er hvort að þessi skilaboð bárust nokkurn tímann til yfirvalda í Íran og hvort Reagan sjálfur hafi haft hugmynd um tilgang ferðarinnar. Íranar héldu gíslunum þó þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember 1980 og slepptu þeim nokkrum mínútum eftir hádegi, þann 20. janúar 1981, daginn sem Carter yfirgaf Hvíta húsið og embættistaka Reagans fór fram. Lengi með grunsemdir Æðstu menn úr liði Carters hefur lengi grunað að Reagan eða menn á hans vegum hafi truflað viðræður forsetans við ráðamenn í Íran á sínum tíma. Gary Sick, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Carters, birti svo árið 1991 grein í New York times þar sem hann hélt þessu fram og skrifaði hann svo bók í kjölfarið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Casey, áðurnefndur kosningastjóri Reagans, hafi fundað með erindrekum frá Íran í ágúst og í október 1980. Þeir hafi samið um að ríkisstjórn Reagans myndi senda Írönum vopn í skiptum fyrir að gíslunum yrði sleppt eftir kosningarnar. Málið var rannsakað af báðum deildum Bandaríkjaþings en rannsóknarnefnd Fulltrúadeildarinnar komst að þeirri niðurstöðu að Casey hefði ekki verið í Madríd þegar hann átti að hafa rætt við írönsku erindrekana. Þá fundust ekki opinber gögn sem studdu þessar ásakanir. Sick sagði í samtali við NYT að hann hefði aldrei heyrt af því að Connally hefði komið að þessu máli. Honum fannst saga Barnes áhugaverð og sagði hana styðja margt af því sem hann hélt fram á sínum tíma. Það að Connally hefði farið á fund Casey um leið og hann kom aftur til Bandaríkjanna væri mjög þýðingarmikið. Orðið sakbitnari í gegnum árin Bæði Connally og Barnes voru í Demókrataflokknum á þessum tíma, eins og Jimmy Carter. Connally var mjög áhrifamikill, eins og hefur áður komið fram. Hann stafaði lengi fyrir Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta, og svo fyrir John F. Kennedy, sem varð einnig forseti. Connally sat andspænis Kennedy þegar hann var skotinn til bana í bíl sínum í Dallas í Texas árið 1963. Connally var þá ríkisstjóri Texas. Barnes sagðist ekki hafa vitað um tilgang ferðar þeirra til Mið-Austurlanda á sínum tíma. Það hafi ekki verið fyrr en þeir settust niður með fyrsta þjóðarleiðtoganum sem Barnes komst að tilgangi ferðarinnar. Hann segir að Connally hafi sagt þeim leiðtogum sem þeir hittu að Reagan myndi vinna kosningarnar og að þeir þyrftu að koma þeim skilaboðum til Írans að það væri betra að bíða með að sleppa gíslunum þar til eftir kosningarnar. Barnes sagðist hafa óttast að segja þessa sögu en í gegnum árin hafi hann orðið sífellt sakbitnari. Það og með tilliti til þess að Carter ætti líklega stutt eftir ólifað fékk hann til að vilja segja frá ferðinni opinberlega í fyrsta sinn. Hann sagðist vilja að sagan sýndi að illa hefði verið farið með Carter. „Hann átti ekki séns með þessa gísla í sendiráðinu í Íran,“ sagði Barnes.
Bandaríkin Íran Jimmy Carter Ronald Reagan Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira