Hafðu samband ef þú ert í vanda! (en helst ekki, því að við erum undirmönnuð) Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir skrifar 20. mars 2023 08:31 Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands eru tæplega 700 nemendur og er hún með fjölmennari deildum innan skólans enda er námið spennandi og starfsgreinin skiptir miklu máli í íslensku samfélagi. Hér á landi hefur orðið mikil fólksfjölgun, innflytjendum fjölgar stöðugt og eru störf félagsráðgjafa mjög mikilvægur þáttur í því að takast á við þær framtíðaráskoranir sem fylgja fólksfjölguninni. Staðreyndin er sú að það sárvantar félagsráðgjafa á íslenskan vinnumarkað. Við Háskóla Íslands eru að meðaltali 17 nemendur á hvern fastráðinn kennara og innan Félagsvísindasviðs eru um það bil 22 nemendur á hvern fastráðinn kennara. Í Félagsráðgjafardeild er sagan hins vegar önnur, en þar eru hvorki meira né minna en 37 nemendur á hvern fastráðinn kennara, 20 nemendum fleiri en að meðaltali hjá Háskóla Íslands. Í Félagsráðgjafardeild er því langstærsta hlutfall nemenda á hvern fastráðinn kennara á öllu Félagsvísindasviði. Við deildina eru samtals 20 kennarar í 13,64 stöðugildum við að kenna tæplega 700 nemendum. Þessi staða er erfið, bæði fyrir nemendur og kennara deildarinnar og ekki skánar hún þegar kemur að kennslu í klínískri félagsráðgjöf í framhaldsnámi þar sem gæði kennslunnar skipta verulegu máli. Eins og staðan er í dag tekur Félagsráðgjafardeild einungis á móti 40 nemendum í framhaldsnám til starfsréttinda en vegna mikillar eftirspurnar á vinnumarkaðnum eftir félagsráðgjöfum ákvað deildin að svara kallinu og lagði til að nemendum yrði fjölgað í 60 gegn því að háskólinn bætti við 2- 3 stöðugildum. Háskóli Íslands féllst ekki á þetta tilboð og nemendafjöldinn er því ennþá sá sami. Gríðarleg eftirspurn er á vinnumarkaði eftir félagsráðgjöfum og ljóst er að framboð af félagsráðgjöfum annar ekki eftirspurn. Nýleg rannsókn, sem gerð var meðal félagsráðgjafa á Íslandi, sýndi að um 40% þeirra höfðu einkenni kulnunar í starfi sem rekja má til mikillar streitu og álags sem fylgir starfinu. Þeir fáu félagsráðgjafar sem eru á vettvangi hafa of mörg mál á sinni könnu vegna þess hve skorturinn á félagsráðgjöfum er mikill. Háskóli Íslands þarf að svara kalli vinnumarkaðarins og gera deildinni kleift að útskrifa fleiri félagsráðgjafa. Það er gömul saga og ný að það skiptir máli að heilbrigðisstéttir séu vel mannaðar, þannig að hægt sé að veita þá góðu þjónustu sem fólkið í landinu á skilið. Við í Vöku viljum berjast fyrir forgangsröðun fjármagns til Félagsráðgjafardeildar þannig að hægt sé að fjölga kennurum og þannig fjölga útskrifuðum nemendum. Það er eina leiðin til þess að svara kallinu á vinnumarkaði. Ég vona að þið, kæru félagsráðgjafanemar, séuð tilbúin til þess að taka þennan slag með mér og ég vona að kjósendur veiti okkur í Vöku umboð til þess í komandi stúdentaráðskosningum. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vöku á Félagsvísindasviði í kosningum til Stúdentaráðs.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun