Saksóknari fær frest til að ákveða með ákæru í hryðjuverkamáli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 15:07 Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari í hryðjuverkamálinu svonefnda sem snýst þó þessa stundina aðallega um vopnalagabrot eftir að dómstólar vísuðu hryðjuverkahluta ákærunnar frá. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari fékk sjö vikna frest til þess að taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ný ákæra í máli gegn tveimur karlmönnum sem hann sakaði um tilraun til hryðjuverka. Verjandi annars mannanna segir að koma verði í ljós hvort saksóknara takist að semja ákæru sem haldi vatni. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira