Mike Downey heiðraður á Stockfish Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. mars 2023 15:30 Írski framleiðandinn Mike Downey verður heiðraður á Stockfish kvikmyndahátíðinni í ár. Getty/Andreas Rentz Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00
Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30