Thunberg fær að stefna sænska ríkinu fyrir seinagang Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 14:34 Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg heldur á spjaldi sem á stendur „Nú stefnum við ríkinu“ á mótmælum Aurora í Stokkhólmi í nóvember. AP/Christine Ohlsson/TT Héraðsdómstóll í Svíþjóð gaf Gretu Thunberg og hundruð umhverfissinnum grænt ljós á að stefna sænska ríkinu vegna þess sem þau telja ófullnægjandi loftslagsaðgerðir þess. Krafa þeirra er að Svíar dragi saman losun sína um milljónir tonna. Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Aurora, samtök um sex hundruð ungra loftslagsaðgerðasinna, stefndi sænska ríkinu og krafðist þess að það gerði meira til þess að takmarka hlýnun jarðar í nóvember. Þau vilja að Svíþjóð dragi úr losun um að minnsta kosti 6,5 til 9,4 milljónir tonna koltvísýrings á ári frá árinu 2019. Byggðu samtökin á því að það væri brot á mannréttindasáttmála Evrópu ef stjórnvöld gripu ekki til fullnægjandi aðgerða gegn loftslagsvánni. Þau saka sænsk stjórnvöld um að líta ekki á loftslagsvandann sem aðsteðjandi vanda. Dómstóll í Nacka í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu í dag að mál samtakanna gæti haldið áfram eftir að þau breyttu kröfugerð sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sænsk stjórnvöld hafa nú þrjá mánuði til þess að bregðast við stefnunni áður en málið verður tekið fyrir. Ekki liggur fyrir hvenær það gæti orðið. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna birti viðamikla samantektarskýrslu um stöðuna í loftslagsmálum í gær. Þar kom meðal annars fram að útlit væri fyrir að mannkynið fari fram úr markmiði sínu um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu strax í byrjun næsta áratugs. Sé ætlunin að ná því markmiði þurfi heimsbyggðina að draga úr losun um sextíu prósent miðað við árið 2019. Aðgerðasinnum hefur orðið ágegnt fyrir dómstólum í nokkrum löndum á undanförnum árum. Þannig skikkaði þýskur dómstóll þarlend stjórnvöld til þess að herða loftslagsmarkmið sín til þess að leggja ekki óþarfa byrðar á ungt fólk árið 2021. Stjórnvöld brugðust við með því að stefna að kolefnishlutleysi fimm árum fyrr en áður og setja sér metnaðarfyllri markmið á þeirri vegferð, að sögn AP-fréttastofunnar.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Þarf hraðan samdrátt til að aftengja loftslagstímasprengju Mannkynið þarf að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um meira en helming fyrir árið 2035 ef það ætlar sér að takmarka hnattræna hlýnun við eina og hálfa gráðu á þessari öld. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna líkir loftslagsvandanum við tifandi tímasprengju. 20. mars 2023 14:24