Innlent

Helgi ráðinn fram­kvæmda­stjóri Fram­sóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Héðinsson.
Helgi Héðinsson. Framsókn

Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum.

Í tilkynningu á vef Framsóknarflokksins segir að Helgi hafi hafið störf í gær, en að Teitur muni áfram starfa á skrifstofu Framsóknar.

„Helgi er með meistaragráðu í stjórnun (MBA), meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, en Helgi sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um árabil samhliða námi. 

Helgi hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í ýmsum stjórnun bæði sem aðalmaður og stjórnarformaður. Einnig hefur Helgi víðtæka reynslu á sveitarstjórnarstiginu sem sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps. 

Helgi er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á núverandi kjörtímabili.

Helgi er 34 ára og er trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur, lögfræðingi. Saman eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×