Hafa foreldrar verið spurðir? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. mars 2023 15:31 Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista. Ástæður fyrir fjölgun á biðlista eftir sálfræði- og félagslegri aðstoð geta verið nokkrar. Nemendum hefur fjölgað, beiðnum hefur fjölgað og samkvæmt rannsóknum hefur vanlíðan barna aukist. Fagfólki hefur ekki fjölgað í mörg ár að heitið geti og skortur er á að fagfólk sé „inn á gólfi“ til að þjónusta börnin. Bak við þessar tölur eru börn og foreldrar. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þessi listi er samsettur eða hvort eitthvað sé verið að þjónusta þessi börn (snemmtæk íhlutun)? Um helmingur er að bíða eftir fyrstu þjónustu og hinn helmingurinn eftir frekari þjónustu. Að öðru leyti vita fulltrúar minnihlutans lítið um börnin á þessum biðista, hversu lengi þau hafa beðið og hvernig þeim og foreldrum þeirra líður. Í dag 21. mars er umræða að beiðni Flokks fólksins um verkefnið Betri borg fyrir börn (BBB) og skilvirkni þess. Verkefnið byrjaði í Mjódd og á sama tíma var sett á laggirnar Keðjan sem er staðsett í Mjódd. Þegar ég ræði þessi mál í borgarstjórn er það ávallt viðkvæðið að mikið hafi áunnist í þjónustu við börn og það langar mig að fá staðfest frá sem flestum, bæði skólum, foreldrum og börnum. Við fyrirspurnum um þessi mál hef ég fengið svör um að nú séu kennara ánægðir og „deildir“. Í samtali við skólastjórnanda kom fram að þetta verkefni hafi breytt miklu til hins betra en það þurfi að ráða fleira fagfólk sem þarf að koma inn á gólfið og þjónusta börnin. En hvað með foreldra spyr ég? Eru þeir ánægðir með það fyrirkomulag sem nú er í boði. Finnst þeim að verið sé að hjálpa börnum þeirra? Sálfræðingar eru ekki með starfsstöð í skólum heldur á Miðstöðvum en eru í viðveru í skólunum. Ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi vil að foreldrar séu spurðir hvernig þeim finnst þjónustan vera þegar kemur að sálfræðilegri þjónustu skólanna við börn þeirra. Þekkja börnin og foreldrar þeirra skólasálfræðinginn? Er aðgengi að skólasálfræðingnum auðvelt fyrir nemendur og foreldra? Hvað margir foreldrar þurfa að fara með börn sín til sálfræðinga á stofu út í bæ vegna þess að barnið þeirra getur ekki beðið lengur eftir aðstoð? Og hvað með þá foreldra sem hafa ekki efni í slíkri þjónustu. Börnin þeirra dúsa á biðlista mánuðum saman. Sum fá aldrei þjónustuna sem þau bíða eftir. Þessar spurningar brenna á. Óreiðukennd vinnubrögð, skortur á skilvirkni Reykjavík hefur illa getað sinnt lögbundinni þjónustu við börn í Reykjavík þegar kemur að tilfinningalegum, félagslegum og öðrum sálrænum vanda eins og kvíða. Þess vegna voru miklar vonir bundnar við verkefnið Betri borg fyrir börn þegar það var sett á fót. Í lýsingu á verkefninu segir að betri borg fyrir börn miði að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi. „Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins“ Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tafist mikið. Það fór hægt af stað og er sennilega komið lengst í Breiðholti þar sem það hófst. Eftir að hafa lesið svör frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurnum mínum um þessi mál er eins og verkefnið Betri borg fyrir börn (BBB) sé ekki nægjanlega skilvirkt. Það er ekki hægt að horfa fram hjá biðlistatölum og velta því upp hvort þau börn séu að fá einhverja aðstoð. Starfsstöð sálfræðinga er á Miðstöðvunum þrátt fyrir ákall um að fagfólk þurfi að koma meira inn í skólana og starfa á gólfinu. Milliliður er svo kölluð lausnateymi sem veitir starfsfólki ráðgjöf en vinnur ekki beint með börnin eftir því sem næst er komist. Ef ferli Betri borg fyrir börnin er skoðað virkar það ævintýralega flókið. Byrjað var á að skipa starfshópa sem nú hafa verið lagðir niður. Þá var skipaður eigendahópur með sviðsstjórum, skrifstofustjórum, formanni verkefnastjórnar og fulltrúa framkvæmdastjóra miðstöðva. Stofnaður var stýrihópur innleiðingar sem í sátu allir þeir sömu ásamt ráðgjafa. Þá voru skipaðir verkefnisSTJÓRNIR BBB á hverri miðstöð með framangreindri hersingu auk deildarstjóra barna- og fjölskyldudeildar, plús staðgengli hans og öðrum þremur frá velferðarsviði og enn öðrum þremur frá skóla- og frístundasviði. Allir voru svo í samvinnu við Þjónustu- og nýsköpunarsvið. Í svörum frá sviðsstjóra er það viðurkennt að allt þetta reyndist þyngra en reiknað var með og að fundarálag er mikið. Hvergi er að finna í svörum við fyrirspurnum um þetta ástand hvað foreldrum finnst um þetta allt. Foreldrar hafa ekki háværa rödd og er lítið gert af því að fá þeirra álit. Flokkur fólksins kallar í dag í borgarstjórn eftir umræðu um skilvirkni verkefnisins og hvort ekki þurfi að endurskoða ferla og boðleiðir. Kallað er eftir umræðu um af hverju sálfræðingar skólanna séu ekki með starfsstöð alfarið inn í skólunum. Einnig af hverju er ekki orðið við því að fjölga fagfólki og að fagfólk starfi inn á gólfi? Kallað er eftir umræðu um fundafjölda og skilvirkni funda. Kallað er eftir umræðu um samskipti skólaþjónustu við foreldra og árangursmati. Hvers vegna hafa biðlistar barna haldið áfram að lengjast þrátt fyrir Betri borg fyrir börn verkefnið og tilkomu Keðjunnar. Hver er staða þessara barna?Borgarfulltrúi upplifir þetta verkefni, sem vissulega er skref í rétta átt, flókið og óskilvirkt. Það kann að vera að það sé komið í ágæta virkni í Breiðholti en hvað með hina skólana í Reykjavík? Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar - gott hráefni sem heldur vinnslunum opnum Elín Björg Ragnarsdóttir Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista. Ástæður fyrir fjölgun á biðlista eftir sálfræði- og félagslegri aðstoð geta verið nokkrar. Nemendum hefur fjölgað, beiðnum hefur fjölgað og samkvæmt rannsóknum hefur vanlíðan barna aukist. Fagfólki hefur ekki fjölgað í mörg ár að heitið geti og skortur er á að fagfólk sé „inn á gólfi“ til að þjónusta börnin. Bak við þessar tölur eru börn og foreldrar. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þessi listi er samsettur eða hvort eitthvað sé verið að þjónusta þessi börn (snemmtæk íhlutun)? Um helmingur er að bíða eftir fyrstu þjónustu og hinn helmingurinn eftir frekari þjónustu. Að öðru leyti vita fulltrúar minnihlutans lítið um börnin á þessum biðista, hversu lengi þau hafa beðið og hvernig þeim og foreldrum þeirra líður. Í dag 21. mars er umræða að beiðni Flokks fólksins um verkefnið Betri borg fyrir börn (BBB) og skilvirkni þess. Verkefnið byrjaði í Mjódd og á sama tíma var sett á laggirnar Keðjan sem er staðsett í Mjódd. Þegar ég ræði þessi mál í borgarstjórn er það ávallt viðkvæðið að mikið hafi áunnist í þjónustu við börn og það langar mig að fá staðfest frá sem flestum, bæði skólum, foreldrum og börnum. Við fyrirspurnum um þessi mál hef ég fengið svör um að nú séu kennara ánægðir og „deildir“. Í samtali við skólastjórnanda kom fram að þetta verkefni hafi breytt miklu til hins betra en það þurfi að ráða fleira fagfólk sem þarf að koma inn á gólfið og þjónusta börnin. En hvað með foreldra spyr ég? Eru þeir ánægðir með það fyrirkomulag sem nú er í boði. Finnst þeim að verið sé að hjálpa börnum þeirra? Sálfræðingar eru ekki með starfsstöð í skólum heldur á Miðstöðvum en eru í viðveru í skólunum. Ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi vil að foreldrar séu spurðir hvernig þeim finnst þjónustan vera þegar kemur að sálfræðilegri þjónustu skólanna við börn þeirra. Þekkja börnin og foreldrar þeirra skólasálfræðinginn? Er aðgengi að skólasálfræðingnum auðvelt fyrir nemendur og foreldra? Hvað margir foreldrar þurfa að fara með börn sín til sálfræðinga á stofu út í bæ vegna þess að barnið þeirra getur ekki beðið lengur eftir aðstoð? Og hvað með þá foreldra sem hafa ekki efni í slíkri þjónustu. Börnin þeirra dúsa á biðlista mánuðum saman. Sum fá aldrei þjónustuna sem þau bíða eftir. Þessar spurningar brenna á. Óreiðukennd vinnubrögð, skortur á skilvirkni Reykjavík hefur illa getað sinnt lögbundinni þjónustu við börn í Reykjavík þegar kemur að tilfinningalegum, félagslegum og öðrum sálrænum vanda eins og kvíða. Þess vegna voru miklar vonir bundnar við verkefnið Betri borg fyrir börn þegar það var sett á fót. Í lýsingu á verkefninu segir að betri borg fyrir börn miði að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi. „Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins“ Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tafist mikið. Það fór hægt af stað og er sennilega komið lengst í Breiðholti þar sem það hófst. Eftir að hafa lesið svör frá skóla- og frístundasviði við fyrirspurnum mínum um þessi mál er eins og verkefnið Betri borg fyrir börn (BBB) sé ekki nægjanlega skilvirkt. Það er ekki hægt að horfa fram hjá biðlistatölum og velta því upp hvort þau börn séu að fá einhverja aðstoð. Starfsstöð sálfræðinga er á Miðstöðvunum þrátt fyrir ákall um að fagfólk þurfi að koma meira inn í skólana og starfa á gólfinu. Milliliður er svo kölluð lausnateymi sem veitir starfsfólki ráðgjöf en vinnur ekki beint með börnin eftir því sem næst er komist. Ef ferli Betri borg fyrir börnin er skoðað virkar það ævintýralega flókið. Byrjað var á að skipa starfshópa sem nú hafa verið lagðir niður. Þá var skipaður eigendahópur með sviðsstjórum, skrifstofustjórum, formanni verkefnastjórnar og fulltrúa framkvæmdastjóra miðstöðva. Stofnaður var stýrihópur innleiðingar sem í sátu allir þeir sömu ásamt ráðgjafa. Þá voru skipaðir verkefnisSTJÓRNIR BBB á hverri miðstöð með framangreindri hersingu auk deildarstjóra barna- og fjölskyldudeildar, plús staðgengli hans og öðrum þremur frá velferðarsviði og enn öðrum þremur frá skóla- og frístundasviði. Allir voru svo í samvinnu við Þjónustu- og nýsköpunarsvið. Í svörum frá sviðsstjóra er það viðurkennt að allt þetta reyndist þyngra en reiknað var með og að fundarálag er mikið. Hvergi er að finna í svörum við fyrirspurnum um þetta ástand hvað foreldrum finnst um þetta allt. Foreldrar hafa ekki háværa rödd og er lítið gert af því að fá þeirra álit. Flokkur fólksins kallar í dag í borgarstjórn eftir umræðu um skilvirkni verkefnisins og hvort ekki þurfi að endurskoða ferla og boðleiðir. Kallað er eftir umræðu um af hverju sálfræðingar skólanna séu ekki með starfsstöð alfarið inn í skólunum. Einnig af hverju er ekki orðið við því að fjölga fagfólki og að fagfólk starfi inn á gólfi? Kallað er eftir umræðu um fundafjölda og skilvirkni funda. Kallað er eftir umræðu um samskipti skólaþjónustu við foreldra og árangursmati. Hvers vegna hafa biðlistar barna haldið áfram að lengjast þrátt fyrir Betri borg fyrir börn verkefnið og tilkomu Keðjunnar. Hver er staða þessara barna?Borgarfulltrúi upplifir þetta verkefni, sem vissulega er skref í rétta átt, flókið og óskilvirkt. Það kann að vera að það sé komið í ágæta virkni í Breiðholti en hvað með hina skólana í Reykjavík? Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun